Húsnæðismál

Fasteignaverð hækkað um 13,6% á einu ári

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 13,6% síðustu 12 mánuði. Þetta eru mestu hækkanir á fasteignaverði á einu ári frá 2007.
22.11.2016 - 10:41

Eftirspurn meiri en framboð á húsnæðismarkaði

Eftirspurn er meiri á húsnæðismarkaði en framboð segir Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins. Húsnæðisverð fer því hækkandi sem gerir ungu fólki erfitt að eignast sína fyrstu íbúð.
22.11.2016 - 09:30

Fara í nám til útlanda vegna húsnæðisskorts

„Í haust urðum við vör við meiri örvæntingu en áður hjá námsmönnum,“ segir Rebekka Sigurðardóttir upplýsingafulltrúi Félagsstofnunnar stúdenta. Um 1100 manns eru á biðlistum eftir húsnæði á stúdentagörðum og dæmi eru um að námsmenn hafi búið í...
26.10.2016 - 15:09

Nýjar eignir hækki húsnæðisverð enn frekar

Það eru engin merki um bólu á húsnæðismarkaði að mati hagfræðinga. Gert er ráð fyrir að húsnæðisverð hækki áfram á næstu árum og nýbyggingar leiði til enn frekari verðhækkana.
07.08.2016 - 18:34

Margra ára þróun hefur stöðvast í bili

Undanfarna áratugi hafa sífellt færri búið í hverri íbúð að meðaltali hér á landi, en frá árinu 2010 hefur þessi þróun snúist nokkuð við. Í Hagsjá Landsbankans er talið líklegt að þetta sé ein af afleiðingum efnahagshrunsins og að fleira ungt fólk...
08.07.2016 - 10:12

Skuldaleiðréttir fjölbýlingar kaupa sérbýli

Hugsanlega eru að verða kynslóðaskipti á fasteignamarkaði. Sérbýlið virðist vera í sókn og ungt fólk virðist í auknum mæli vera að komast út á markaðinn. Þetta segir Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics. Magnús segir...

Húsnæðismál kynslóðanna: Íbúðakaup nú og þá

Það hafa skipst á skin og skúrir þegar kemur að húsnæðismálum Íslendinga og sumir tala um kynslóðalottó í því samhengi. Nú er meðalaldur þeirra sem kaupa sína fyrstu eign um 29 ár. Spegillinn ræddi fyrstu kaup kynslóðanna og stöðuna á...

Íbúðalánasjóður selur 900 eignir í ár

Frá því í ársbyrjun 2008 hefur Íbúðalánasjóður selt 3.159 fullnustueignir um allt land fyrir hátt í fjörutíu og átta milljarða króna og samtals voru þær um 351 þúsund fermetrar. Flestar þessara eigna sem sjóðurinn tók yfir eftir nauðungaruppboð voru...
29.04.2016 - 15:35

Líklega aldrei erfiðara að eignast fyrstu eign

Það hefur sjaldan eða aldrei verið erfiðara fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu eign. Viðar Ingason, hagfræðingur VR, telur að það verði jafnvel enn erfiðara á næstu tveimur til þremur árum.
25.04.2016 - 18:21

116 íbúar í 140 íbúðum

Aðeins 116 eru með lögheimili í þeim 140 íbúðum sem byggðar voru á Hampiðjureitnum, skammt ofan við Hlemm. Íbúðirnar eru fullbúnar og hafa verið teknar í notkun. Miklu færri búa þó í íbúðunum en í viðlíka stórum íbúðum í öðrum fjölbýlishúsum. Hluti...

Leigufélag ASÍ starfi á landsvísu

Alþýðusamband Íslands tilkynnti á laugardag, í tilefni 100 ára afmæli sambandsins, að stofnað yrði íbúðafélag samhliða því að húsnæðisfrumvörp félags- og húsnæðismálaráðherra yrði samþykkt. Samhliða því var skrifuðu að ASÍ og Reykjavíkurborg undir...
15.03.2016 - 09:01

1.000 ódýrar leiguíbúðir

Alþýðusambandið ætlar að stofna íbúðafélag sem tryggir tekjulágu fólki aðgang að ódýru leiguhúsnæði. Ráðgert er að fyrstu íbúarnir geti flutt inn eftir tvö ár. ASÍ og Reykjavíkurborg skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu íbúða á næstu...
12.03.2016 - 18:44

Ekki sé erfiðara að kaupa húsnæði en áður

Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að ekki sé rétt að tala um að erfiðara sé að kaupa húsnæði nú en áður á Íslandi. Gögn um þróun launa og húsnæðisverð sýni það. Þá sé hlutfall af tekjum sem fari í húsnæði hér lægra en á Norðurlöndunum. Mikil hækkun...

Fasteignamarkaður á fleygiferð

Fasteignamarkaðurinn er að ná jafnvægi á ný eftir ládeyðu eftirhrunsáranna, velta eykst um allt land. Raunverð íbúða hækkar og mun sennilega hækka eitthvað áfram. Óvissan er þó ekki langt undan og stjórnvöld þurfa að vera á varðbergi gagnvart...
03.03.2016 - 17:48

Föst upphæð til þeirra sem kaupa í fyrsta sinn

Prófessor við HÍ varpar fram hugmynd um að komið yrði á fót Fjárfestingarsjóði íbúðarhúsnæðis til að auðvelda ungu fólki að kaupa sína fyrstu íbúð. Sjóðurinn myndi úthluta fastri upphæð til kaupanna og eiga í raun hlut í íbúðinni. Hlutnum yrði svo...
25.02.2016 - 16:08