heilbrigðismál

Ætlar í átak til að fá fleiri í bólusetningar

Sóttvarnarlæknir segir þátttöku 12 mánaða og 4 ára barna í bólusetningum hér á landi óviðundandi. Landlæknisembættið mun ráðast í sérstakt átaksverkefni til að fá fleiri til að mæta í bólusetningar með börnin sín til að minnka líkur á því að...
20.09.2017 - 23:33

Fjórðungur nýrra stökkbreytinga frá mæðrum

Fjórðungur nýrra stökkbreytinga í erfðaefni mannsins kemur frá mæðrum og er fjöldi þeirra háður aldri við getnað, líkt og hjá feðrum. Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar sýnir að stökkbreytingum fjölgar minna við hærri aldur móður en föður.
20.09.2017 - 17:10

Óviðunandi þátttaka í bólusetningum

Þátttaka barna við 12 mánaða aldur og fjögurra ára aldur í almennum bólusetningum var töluvert lakari árið 2016 en árið á undan samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnalæknis. Minnki þátttakan enn frekar telur hann líkur á að hér geri vart við sig sjúkdómar...
20.09.2017 - 16:56

Er orðin súrkálsfíkill

Dagný Hermannsdóttir segist hafa fallið fyrir súrkálinu fyrir tveimur árum síðan og nú borði hún sýrt grænmeti nánast með öllu. Hún gerir allskonar tilraunir með hráefni og er nú farin að kenna fólki að sýra grænmeti á geysivinsælum námskeiðum.
18.09.2017 - 15:18

„Fjárlagafrumvarpið mikil vonbrigði“

Fjárlagafrumvarpið er mikil vonbrigði fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir forstjóri stofnunarinnar. Stjórnvöld standi þannig ekki við yfirlýsingar um að efla heilsugæsluna. 

Ekki nóg til heilsugæslu og sjúkrahúsa

Lítil auking er á framlögum til sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu í fjárlögum næsta árs, að mati Henný Hinz, deildarstjóra hagdeildar Alþýðusambands Íslands. Aftur á móti er auking á framlögum til sérfræðilækna. Rætt var við Henný á Morgunvaktinni á Rás 1...
14.09.2017 - 09:40

Styrkja á úrræði í geðheilbrigðismálum

Styrkja þarf fjölbreytt úrræði í geðheilbrigðismálum sagði Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Hann sagðist leggja ríka áherslu á geðheilbrigðismál. Styrkja ætti fjölbreytt úrræði, meðal annars með styrkingu...
13.09.2017 - 21:43

Ekki hægt að biðja fólk að bíða eftir réttlæti

„Stjórnvöld eiga ekki að biðja fátækt fólk á Íslandi að bíða eftir réttlætinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri-grænna, í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Hún sagði núverandi ríkisstjórn gera ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir...
13.09.2017 - 20:11

Hafa þungar áhyggjur af sjúkraflutningum

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu innkaupa á sjúkrabílum í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.
13.09.2017 - 12:30

39 milljón í sjúkrahús og 81 til framhaldskóla

Fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar segir að raunverulegt viðbótarframlag til framhaldsskólana á árinu nemi samtals 81 milljón króna í fjárlagafrumvarpinu og til allra sjúkrahúsa landsins fari samtals 39 milljónir króna...
13.09.2017 - 12:26

Eðlilegt að enginn sjúkrabíll sé á Ólafsfirði

Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir eðlilegt að enginn sjúkrabíll sé lengur á Ólafsfirði. Verið er að koma saman viðbragðsteymi einstaklinga sem bregst við í neyðartilvikum þar til bíll kemur á staðinn frá Siglufirði eða Dalvík....
13.09.2017 - 11:10

Vill efla geðheilbrigðismál á landsbyggðinni

Heilbrigðisráðherra segir að það þurfi að leggja meiri áherslu á landsbyggðina í geðheilbrigðismálum. Hann vill virkja heilbrigðisstofnanir enn frekar en jafnframt auka við úrræði með því að brjóta niður veggi milli heilbrigðisstofnana og samfélags.
12.09.2017 - 16:49

Búa sig undir verstu flensutíð hingað til

Breska heilbrigðisþjónustan NHS óttast að næsti inflúensufaraldur sem mun ríða yfir í vetur verði sá versti í sögu þess. Simon Stevens, stjórnandi NHS, segir að á Bretlandseyjum sé fylgst grannt með gangi mála í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en þar er...
12.09.2017 - 16:17

Vestfirðir: Engir geðlæknar en brýn þörf

Það verður að bregðast við ástandinu segir sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá Ísafjarðarbæ en enginn geðlæknisþjónusta er fyrir vestan en hún segir ríkja neyðarástand í geðheilbriðisþjónustu. Hún segist daglega finna fyrir brýnni þörf fyrir þjónustunni...
12.09.2017 - 14:01

Hægt að fyrirbyggja sjálfsvíg á margan hátt

Norskur sérfræðingur í sjálfsvígsvörnum segir margt hægt að gera til að koma í veg fyrir sjálfsvíg. Hann segir samfélagið allt geta lagt sitt af mörkum í því skyni. Gott heilbrigðiskerfi sé í báðum löndum, en hægt sé að gera betur í þessum efnum.
11.09.2017 - 22:15