flóttinn yfir miðjarðarhaf

77% barna á flótta yfir Miðjarðarhaf misþyrmt

Ríflega þremur af hverjum fjórum börnum og ungmennum sem freista þess að komast til Evrópu yfir Miðjarðarhafið er misþyrmt á leiðinni. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða fólksflutningastofnunin upplýsa þetta í skýrslu um málefni barna á flótta...

ESB setur hömlur á sölu gúmbáta til Líbíu

Evrópusambandið hefur ákveðið að setja miklar skorður við sölu á gúmbátum og utanborðsmótorum til Líbíu. Markmiðið er að gera smyglurum erfiðara um vik að senda flótta- og förufólk í hættuför út á Miðjarðarhafið, frá Líbíuströndum yfir til Evrópu....

919 bjargað af Miðjarðarhafi

Sjóliðar á þýska birgðaskipinu Rhein björguðu í gær 919 flóttamönnum og farandfólki á sunnanverðu Miðjarðarhafi, þar sem skipið tekur þátt í björgunaraðgerðum á vegum Evrópusambandsins. Fólkið var á reki á mörgum og misjafnlega haffærum fleytum um...
14.07.2017 - 04:13

Fólki smyglað frá Marokkó til Spánar

Þeim fer fjölgandi sem reyna að komast sjóleiðina frá Afríku til Evrópu með því að fara frá Marokkó til Spánar. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Alþjóðastofnuninni um fólksflutninga, IOM. 
11.07.2017 - 10:36

Um 1.000 bjargað á Miðjarðarhafi

Ríflega 1.000 flóttamönnum var bjargað um borð í skip tveggja hjálparsamtaka undan ströndum Líbíu í dag. Um 400 manns voru í einum yfirfullum trébát en aðrir á stórum gúmmífleytum, einnig yfirfullum, þegar þeim var bjargað af starfsfólki samtakanna...
27.03.2017 - 03:23

11 flóttamenn drukknuðu á Eyjahafi

Ellefu flóttamenn drukknuðu í Eyjahafi, skammt undan vesturströnd Tyrklands í gær, föstudag. Fimm börn voru á meðal hinna drukknuðu. Níu var bjargað og fjögurra er saknað. Tyrkneska strandgæslan greinir frá þessu. Gúmmíbáturinn sem fólið var í var á...

113 flóttamönnum bjargað á Miðjarðarhafi

113 flóttamönnum var bjargað úr sjávarháska nálægt grísku eyjunni Paxi á þriðjudag, eftir að neyðarkall var sent frá bátnum sem þeir voru á. Hópurinn var tekinn um borð í flutningaskip sem statt var í nágrenninu og fluttur til hafnar í Grikklandi....
08.03.2017 - 02:19

Óttast um líf ríflega 100 flótta- og förumanna

Umfangsmikil leit stendur yfir á sunnanverðu Miðjarðarhafi eftir að yfirfullum báti flótta- og förufólks hvolfdi undan ströndum Líbíu í kvöld. Óttast er að yfir 100 hafi drukknað. Í tilkynningu frá ítölsku strandgæslunni segir að fjórum hafi verið...

Hælisleitendum í Þýskalandi fækkar mjög

Hælisleitendum í Þýskalandi fækkaði mjög á síðasta ári miðað við metárið þar á undan. 280.000 manns leituðu hælis í Þýskalandi árið 2016, innan við þriðjungur þess fjölda sem þar sótti um hæli 2015, þegar 890.000 manns streymdu til landsins úr suðri...

1.100 reyndu að komast á spænska grund

50 marokkóskir landamæraverðir og fimm spænskir kollegar þeirra særðust þegar um 1.100 manns freistuðu þess á einu bretti að komast inn á spænska yfirráðasvæðið Ceuta á norðvesturodda Marokkós í gær. Ceuta, sem er tæplega 19 ferkílómetra landsvæði á...
02.01.2017 - 03:59

Skipstjóri manndrápsfleytu fékk 18 ára dóm

Mohammed Ali Malek frá Túnis var í gær dæmdur til 18 ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið yfir 800 manns að bana, er skip undir hans stjórn sökk á Miðjarðarhafi í apríl 2015. Talið er sannað að Malek hafi verið skipstjóri yfirhlaðins skipsins,...

92 bjargað undan Spánarströndum

92 var bjargað af fimm báthripum tæpum 50 sjómílum undan Spánarströndum í dag. Spænsk yfirvöld greina frá þessu. Þar af voru 63 frá Afríkulöndum sunnan Sahara, en 29 frá Alsír. Farið var með meirihluta hópsins til Malaga á Suður-Spáni. Einn ungur...
03.12.2016 - 23:00

240 flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafi

Óttast er að um 240 flóttamenn hafi drukknað í tveimur sjóslysum undan Líbíuströndum á tæpum sólarhring. Talið er að um 120 hafi farist þegar yfirfullum báti flóttafólks hvolfdi um 20 mílur frá strönd Líbíu um miðnæturbil í gærkvöldi. Óttast er að...
04.11.2016 - 00:56

Landamæragæsla innan Schengen framlengd

Evrópusambandið hefur framlengt landamæragæslu við landamæri Austurríkis, Þýskalands, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs um þrjá mánuði, frá nóvember að telja.
25.10.2016 - 16:36

Ítalir rannsaka drukknun 240 flóttamanna

Ítalskur flotaforingi og þónokkrir aðrir yfirmenn í ítalska flotanum sæta nú rannsókn á því þegar bátur með flóttamönnum sökk milli Möltu og ítölsku eyjarinnar Lampedusa í október 2013, með þeim afleiðingum að yfir 240 drukknuðu. Rannsóknin á að...
25.10.2016 - 16:08