flóttinn yfir miðjarðarhaf

ESB setur hömlur á sölu gúmbáta til Líbíu

Evrópusambandið hefur ákveðið að setja miklar skorður við sölu á gúmbátum og utanborðsmótorum til Líbíu. Markmiðið er að gera smyglurum erfiðara um vik að senda flótta- og förufólk í hættuför út á Miðjarðarhafið, frá Líbíuströndum yfir til Evrópu....

919 bjargað af Miðjarðarhafi

Sjóliðar á þýska birgðaskipinu Rhein björguðu í gær 919 flóttamönnum og farandfólki á sunnanverðu Miðjarðarhafi, þar sem skipið tekur þátt í björgunaraðgerðum á vegum Evrópusambandsins. Fólkið var á reki á mörgum og misjafnlega haffærum fleytum um...
14.07.2017 - 04:13

Fólki smyglað frá Marokkó til Spánar

Þeim fer fjölgandi sem reyna að komast sjóleiðina frá Afríku til Evrópu með því að fara frá Marokkó til Spánar. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Alþjóðastofnuninni um fólksflutninga, IOM. 
11.07.2017 - 10:36

Um 1.000 bjargað á Miðjarðarhafi

Ríflega 1.000 flóttamönnum var bjargað um borð í skip tveggja hjálparsamtaka undan ströndum Líbíu í dag. Um 400 manns voru í einum yfirfullum trébát en aðrir á stórum gúmmífleytum, einnig yfirfullum, þegar þeim var bjargað af starfsfólki samtakanna...
27.03.2017 - 03:23

11 flóttamenn drukknuðu á Eyjahafi

Ellefu flóttamenn drukknuðu í Eyjahafi, skammt undan vesturströnd Tyrklands í gær, föstudag. Fimm börn voru á meðal hinna drukknuðu. Níu var bjargað og fjögurra er saknað. Tyrkneska strandgæslan greinir frá þessu. Gúmmíbáturinn sem fólið var í var á...

113 flóttamönnum bjargað á Miðjarðarhafi

113 flóttamönnum var bjargað úr sjávarháska nálægt grísku eyjunni Paxi á þriðjudag, eftir að neyðarkall var sent frá bátnum sem þeir voru á. Hópurinn var tekinn um borð í flutningaskip sem statt var í nágrenninu og fluttur til hafnar í Grikklandi....
08.03.2017 - 02:19

Óttast um líf ríflega 100 flótta- og förumanna

Umfangsmikil leit stendur yfir á sunnanverðu Miðjarðarhafi eftir að yfirfullum báti flótta- og förufólks hvolfdi undan ströndum Líbíu í kvöld. Óttast er að yfir 100 hafi drukknað. Í tilkynningu frá ítölsku strandgæslunni segir að fjórum hafi verið...

Hælisleitendum í Þýskalandi fækkar mjög

Hælisleitendum í Þýskalandi fækkaði mjög á síðasta ári miðað við metárið þar á undan. 280.000 manns leituðu hælis í Þýskalandi árið 2016, innan við þriðjungur þess fjölda sem þar sótti um hæli 2015, þegar 890.000 manns streymdu til landsins úr suðri...

1.100 reyndu að komast á spænska grund

50 marokkóskir landamæraverðir og fimm spænskir kollegar þeirra særðust þegar um 1.100 manns freistuðu þess á einu bretti að komast inn á spænska yfirráðasvæðið Ceuta á norðvesturodda Marokkós í gær. Ceuta, sem er tæplega 19 ferkílómetra landsvæði á...
02.01.2017 - 03:59

Skipstjóri manndrápsfleytu fékk 18 ára dóm

Mohammed Ali Malek frá Túnis var í gær dæmdur til 18 ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið yfir 800 manns að bana, er skip undir hans stjórn sökk á Miðjarðarhafi í apríl 2015. Talið er sannað að Malek hafi verið skipstjóri yfirhlaðins skipsins,...

92 bjargað undan Spánarströndum

92 var bjargað af fimm báthripum tæpum 50 sjómílum undan Spánarströndum í dag. Spænsk yfirvöld greina frá þessu. Þar af voru 63 frá Afríkulöndum sunnan Sahara, en 29 frá Alsír. Farið var með meirihluta hópsins til Malaga á Suður-Spáni. Einn ungur...
03.12.2016 - 23:00

240 flóttamenn drukknuðu í Miðjarðarhafi

Óttast er að um 240 flóttamenn hafi drukknað í tveimur sjóslysum undan Líbíuströndum á tæpum sólarhring. Talið er að um 120 hafi farist þegar yfirfullum báti flóttafólks hvolfdi um 20 mílur frá strönd Líbíu um miðnæturbil í gærkvöldi. Óttast er að...
04.11.2016 - 00:56

Landamæragæsla innan Schengen framlengd

Evrópusambandið hefur framlengt landamæragæslu við landamæri Austurríkis, Þýskalands, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs um þrjá mánuði, frá nóvember að telja.
25.10.2016 - 16:36

Ítalir rannsaka drukknun 240 flóttamanna

Ítalskur flotaforingi og þónokkrir aðrir yfirmenn í ítalska flotanum sæta nú rannsókn á því þegar bátur með flóttamönnum sökk milli Möltu og ítölsku eyjarinnar Lampedusa í október 2013, með þeim afleiðingum að yfir 240 drukknuðu. Rannsóknin á að...
25.10.2016 - 16:08

20.000 fylgdarlaus flóttabörn til Ítalíu í ár

Um eða yfir 20.000 börn hafa leitað hælis á Ítalíu það sem af er ári, ein síns liðs. Þetta upplýsir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, Unicef. Aðstæður þessara barna fara sífellt versnandi og ítalska barnaverndarkerfið er ófært um að sinna þeim sem...
19.10.2016 - 04:19