Ferðaþjónusta

Helmingi færri ferðamenn á tjaldstæðum

Helmingi færri ferðamenn eru á tjaldstæðum á Norðurlandi heldur en á sama tíma í fyrra. Júníveðrið hefur leikið Norðlendinga heldur grátt í sumar, en fækkun ferðamanna á svæðunum er líka áberandi. Helmingi færri eru nú á tjaldstæðum á Akureyri...
29.06.2017 - 15:23

Fleiri Íslendingar ferðast í sumar en í fyrra

91% Íslendinga, sem náð hafa 18 ára aldri, ætla að ferðast í sumarfríinu. Íbúar landsbyggðarinnar eru töluvert líklegri en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu til þess að ferðast innanlands í sumar eða 44% á móti 33%. Munur er á ferðahögum eftir...
29.06.2017 - 12:21

Vill ekki lögvernda starfsheiti leiðsögumanna

Ekki er rétt á þessu stigi að lögvernda starfsheitið „leiðsögumaður“, að mati ferðamálaráðherra. Það mundi leiða til þess að ófaglærðir einstaklingar, sem sumir hverjir hafi áratugalanga reynslu af leiðsögn, þyrftu leyfi frá stjórnvöldum til að geta...
29.06.2017 - 06:30

Varpar ljósi á sprenginguna í ferðaþjónustu

Svar Þórdísar Kolbúnar R. Gylfadóttur, ferðamálaráðherra, við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur um þróun ferðaþjónustu varpar ljósi á hversu mikil sprenging hefur átt sér stað í ferðaþjónustunni hér á landi síðasta áratuginn og rúmlega það. Svarið...
28.06.2017 - 20:13

Fólk frá öllum heimshornum gistir við Öskju

Skálar Ferðafélags Akureyrar við Öskju hafa aldrei verið opnaðir jafn snemma og í ár. Þangað kemur fólk frá öllum heimshornum og útlit er fyrir góða aðsókn í sumar.
28.06.2017 - 11:08

Vill „litla Hafró“ fyrir ferðaþjónustuna

Ráðherra ferðamála fagnar tillögum OECD um aðgerðir í ferðaþjónustu og vill efla rannsóknir til að byggja á við ákvarðanir um að takmarka aðgengi að viðkvæmum svæðum. Það svigrúm sem verði í fjárlögum næsta árs verði notað, meðal annars, til að koma...
27.06.2017 - 22:21

OECD mælir með gjöldum á ferðamenn

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, mælir með því í nýrri skýrslu að fjöldi ferðamanna á viðkvæmum stöðum hér á landi verði takmarkaður og að tekin verði upp gjöld til að stýra flæði ferðamanna og álagi á umhverfið. Skýrslan var kynnt á...
27.06.2017 - 16:58

Fjármálaráðherra fagnar tillögum OECD

Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra fagnar tillögum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um að hækka eigi virðisaukaskatt á ferðaþjónustu
27.06.2017 - 12:45

Aðgengi takmarkað í Hörpu - kostar á klósettið

Aðgengi í Hörpu hefur verið takmarkað við jarðhæðina í sumar og þess í stað boðið upp á skoðunarferðir um húsið. Þá þarf að greiða fyrir aðgang að salerni í bílakjallara. Aðgengi verður óbreytt fyrir þá sem eru að fara á viðburð eða veitingastað,...
27.06.2017 - 12:25

Aðgengi takmarkað í Hörpu - kostar á klósettið

Aðgengi í Hörpu hefur verið takmarkað við jarðhæðina í sumar og þess í stað boðið upp á skoðunarferðir um húsið. Þá þarf að greiða fyrir aðgang að salerni í bílakjallara. Aðgengi verður óbreytt fyrir þá sem eru að fara á viðburð eða veitingastað.
27.06.2017 - 12:24

Endurskoða mat um áhrif ferðaþjónustu

Endurskoða þarf matsskýrslu um uppbyggingu ferðaþjónustu á Hveravöllum í Húnavatnshreppi, samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Ákvörðunin er meðal annars byggð á því að mat á umhverfisáhrifum ferðaþjónustu á Hveravöllum hafi farið fram á árunum...
26.06.2017 - 14:20

Dæmi um einbeittan brotavilja í ferðaþjónustu

Jakob S. Jónsson, formaður kjaranefndar leiðsögumanna ,segir að dæmi séu um einbeittan vilja ferðaþjónustufyrirtækja til að brjóta á kjarasamningsbundnum réttindum leiðsögumanna, og nokkur slík mál séu inni á borði nefndarinnar.
25.06.2017 - 15:28

Bílaleigur í vanda vegna sterkrar krónu

Útlit er fyrir að sterkt gengi krónu og mikil fjárfesting gæti komið bílaleigum í vanda. Óbreytt verðskrá í erlendri mynt skilar bílaleigum minni tekjum í íslenskum krónum. Verð á notuðum bílum hefur einnig lækkað, sem skilar sér í lægra...
24.06.2017 - 07:39

Sjóðir gætu digrast á sundferðum og Ciabatta

Nýleg greining Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi bendir til þess að ferðaþjónusta hafi neikvæð áhrif á afkomu sveitarfélaga, svo sem vegna ruðningsáhrifa. Greining ráðgjafafyrirtækisins Deloitte bendir aftur á móti til þess að áhrifin séu jákvæð....
22.06.2017 - 17:44

Telur að gengi krónunnar hækki enn

Gengi krónunnar er enn ekki komið í jafnvægi, segir Daníel Svavarsson, hagfræðingur hjá Landsbankanum. Hann telur að til lengri tíma litið eigi gengi hennar enn eftir að hækka. Ástæða þess hve krónan hafi styrkst mikið síðustu tvö ár, séu einkum...
22.06.2017 - 16:49