Ferðaþjónusta

WSJ fjallar um ferðaþjónustu á Íslandi

Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal fjallar um ferðaþjónustuna á Íslandi á vef sínum í dag. Farið er yfir hraðann vöxt ferðaþjónustunnar og áhrif hennar á fasteignamarkað og efnahag Íslands. 
20.08.2017 - 23:12

Geysivöxtur Wow-air og „ókeypis“ flug

Flugfélagið Wow air ætlar að flytja sex milljónir farþega 2019, í ár verða þeir þrjár. Forstjórinn segir að með því að auka úrval þjónustu hjá fyrirtækinu og fleira geti Wow vonandi innan skamms boðið upp á ókeypis flugsæti.
17.08.2017 - 18:10

Jafnstórt og Icelandair 2015

Wow-air saxar hratt á forskot Icelandair í farþegafjölda, segir ritstjóri Túrista.is. Wow flutti næstum því jafnmarga farþega fyrri hluta ársins og Icelandair flutti á sama tíma 2015.
17.08.2017 - 12:23

Góð tækifæri fyrir WOW og Icelandair

Góð tækifæri skapast fyrir flugfélögin Icelandair og WOW nú þegar eitt umsvifamesta erlenda flugfélagið á Keflavíkurflugvelli hefur farið fram á greiðslustöðvun. Þetta segir ritstjóri ferðafréttavefjarins Túrista.is. 
16.08.2017 - 18:15

Hótelbyggingin KEA frestast - lóðin sígur

Útlit er fyrir að bygging á nýju hóteli KEA, í innbænum á Akureyri, frestist um heilt ár. Hluti lóðarinnar sígur stöðugt og á meðan er ekki hægt að hefja þar framkvæmdir. Að öðru leyti segir framkvæmdastjóri KEA áformin um nýtt hótel óbreytt.
16.08.2017 - 15:05

Silfurbergsþjófar forðast landvörðinn

Landvörður í silfurbergsnámu í Norðanverðum Reyðarfirði segir að enn sé miklu stolið úr námunni, þrátt fyrir að landvörslu, þjófarnir komi utan hennar vinnutíma. Hún segir mikilvægt að svæðið sé vaktað enn frekar og að náman sé girt af. 
16.08.2017 - 14:21

Nær milljón áhorf á sund á hættulegum stað

Markaðsstofa Reykjaness hefur í sumar óskað eftir því við ferðaskrifstofuna Guide to Iceland að myndband af manneskju á sundi í Brimkatli verði fjarlægt af Facebook-síðu fyrirtækisins. Það er enn í dreifingu og er fjöldi áhorfa tæp milljón.
15.08.2017 - 14:30

Tugir sofandi ferðalanga á Keflavíkurflugvelli

Tugir ferðamanna sem biðu þess að halda af landi brott eftir ferðalag á Íslandi voru sofandi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um klukkan þrjú í fyrrinótt. Fólk hafði lagst til svefns á gólfum og bekkjum víða í flugstöðinni og búið um sig með dýnum og...
12.08.2017 - 12:01

Sækja í náttúru og norræna samfélagsgerð

Ómenguð náttúra og norræn samfélagsgerð er það sem helst dregur kínverska ferðamenn hingað. Þeir eru flestir fróðleiksfúst millistéttarfólk úr stórborgum, og hafa margir aldrei farið til útlanda áður.
11.08.2017 - 10:04

Hótel á Norðurlandi verr nýtt en búist var við

Hótelnýtingin þarf að vera gríðarlega góð yfir sumarið til að dekka vetrartímann, segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Aukið framboð hótelgistingar og breytt ferðamunstur gæti skýrt verri nýtingu á hótelum á Norðurlandi en búist var við.
10.08.2017 - 13:43

Stenst ekki lög að skipta fólki út vegna kyns

Framkvæmdastýra Jafnréttisstofu segir ljóst að frásögnum leiðsögumanns og framkvæmdastjóra Hópbíla um mál sem tilkynnt var til Jafnréttisstofu beri ekki saman. Hún segir að það standist ekki lög að taka fólk úr starfi vegna kyns og að menningarlegar...
10.08.2017 - 11:16

Sláandi líkindi með Skíð og Íslandi

Það er ekki aðeins á Íslandi sem fjöldi ferðamanna er slíkur að margir telja að þolmörkum sé náð. Hið sama gildir um Isle of Skye, sem er ein af Suðureyjum Skotlands.
10.08.2017 - 11:05

Telur að róðurinn þyngist hjá bílaleigum

Óraunhæfar væntingar um fjölda ferðamanna hafa valdið offjárfestingum í bílaleiguleigubílum, að mati Steingríms Birgissonar, forstjóra Hölds/Bílaleigu Akureyrar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.
10.08.2017 - 08:02

Bandarískum sumarferðamönnum hér fjölgar ört

Ferðamönnum í júlí fjölgaði um 15% á milli ára. Bandaríkjamenn standa undir meira en helmingi fjölgunarinnar en breskum ferðamönnum fækkar lítillega milli ára. Nánast þrefalt fleiri ferðamenn komu til landsins fyrstu sjö mánuði ársins en á sama...
09.08.2017 - 12:09

Gjaldtöku frestað í Skaftafelli

Ekki var hægt að hefja gjaldtöku í Skaftafelli í dag eins og til stóð vegna þess að ekki hefur tekist að koma upp greiðslubúnaði. Stefnt er að því að gjaldtakan hefjist um næstu helgi.
09.08.2017 - 11:32