Bretland

Einn enn í lífshættu eftir árásina í Lundúnum

Fjórir liggja enn alvarlega særðir á sjúkrahúsum í Lundúnum eftir árásina á miðvikudag utan við breska þingið og á Westminsterbrú. Þar af er einn í lífshættu, að því er dagblaðið Guardian greinir frá í dag.
24.03.2017 - 08:00

Íslamska ríkið lýsir árás á hendur sér

Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki segja í yfirlýsingu að þeirra maður hafi verið að verki þegar árás var gerð á fólk utan við þinghúsið í Lundúnum í gær. Þetta kemur fram á Amaq, fréttasvef vígasveitanna. Þar segir að árásin hafi...
23.03.2017 - 13:00

Árásin í Lundúnum: Fjórir látnir, sjö í haldi

Sjö hafa verið handteknir eftir árásina í Westminster í Lundúnum í gær. Breska lögreglan staðfesti þetta á áttunda tímanum í morgun. Þá var frá því greint að fjórir væru látnir, árásarmaðurinn og þrjú fórnarlömb hans. Sjö eru alvarlega særðir á...
23.03.2017 - 08:21

Ódæðismaðurinn talinn hafa verið einn að verki

Talið er nær öruggt að maðurinn sem felldi fjóra og særði á fimmta tug þegar hann ók inn í hóp fólks og réðist svo á óvopnaðan lögregluvörð við breska þinghúsið í Lundúnum í gær hafi verið einn að verki. Mark Rowley, aðstoðarlögreglustjóri og...
23.03.2017 - 05:24

Tugir þúsunda gengu gegn rasisma í Lundúnum

Um þrjátíu þúsund manns tóku þátt í göngu gegn rasisma í Lundúnum í gær. Popúlisma var mótmælt og hann sagður grunnurinn að því að Donald Trump náði kjöri Bandaríkjaforseta og Bretar hafi kosið sig út úr Evrópusambandinu. 
19.03.2017 - 06:06

Ný þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skota

Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, boðaði í dag nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Atkvæðagreiðslan yrði haldin veturinn 2018-2019.
13.03.2017 - 12:12

Herferð gegn símanotkun undir stýri

Bresk yfirvöld hafa hert mjög viðurlög við síma- og snjalltækjanotkun ökumanna undir stýri. Sektir hafa verið hækkaðar mikið og ökumenn sem staðnir eru að brotum innan við tveimur árum frá því þeir fengu bílpróf verða sviptir ökuréttindum. ...
11.03.2017 - 12:35

Lávarðadeildin breytir Brexit frumvarpi aftur

Lávarðadeild breska þingsins ákvað í dag, í annað skiptið á stuttum tíma, að gera breytingatillögu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um Brexit, útgönguna úr Evrópusambandinu. Með 366 atkvæðum á móti 268 samþykkti lávarðadeildin að í frumvarpinu ætti...
07.03.2017 - 20:32

Sinn Fein sigurvegari á Norður-Írlandi

Michelle O'Neill er helsti sigurvegari kosninganna á Norður-Írlandi, en flokkur hennar, Sinn Fein, stærsti flokkur kaþólikka, styrkti stöðu sína verulega í kosningum í fyrradag. DUP, Lýðræðislegi sambandsflokkurinn, stærsti flokkur mótmælenda,...
04.03.2017 - 12:25

Ekki von mikilla breytinga á Norður-Írlandi

Norður-Írar ganga í dag að kjörborðinu til að kjósa nýtt þing landsins. Boðað var til kosninganna eftir að stjórnarsamstarf stærstu flokka mótmælenda og kaþólikka fór út um þúfur. Kannanir benda til að ekki verði miklar breytingar á fylgi flokka. Þá...
02.03.2017 - 13:06

Lávarðadeild breska þingsins hafnar Brexit

Lagafrumvarp breskra stjórnvalda um útgöngu úr Evrópusambandinu var fellt í dag í lávarðadeild breska þingsins. Deildin hefur síðustu daga fjallað um frumvarpið, en í atkvæðagreiðslu í dag var það fellt með 358 atkvæðum gegn 258. Ástæðan er áhyggjur...
01.03.2017 - 19:39

Djúpstæðar flokksraunir Verkamannaflokksins

Staða Verkamannaflokksins í Bretlandi er ljóslega erfið. Flokkurinn á erfitt með að ná tökum á Evrópuumræðunni og leiðtoginn Jeremy Corbyn er umdeildur. En vandi flokksins er mun djúpstæðari en bara leiðtoginn og Evrópuumræðan.
28.02.2017 - 15:05

Breskir Íhaldsmenn styrkja stöðu sína

Söguleg úrslit urðu í aukakosningum til Neðri-málstofu breska þingsins í gær er Íhaldsflokkurinn vann þingsæti í Copeland í norðvesturhluta Englands af Verkamannaflokknum. Þetta er í fyrsta sinn í meira en áttatíu ár sem þingmaður kjördæmisins kemur...
24.02.2017 - 17:38

Úrslit aukakosninga styrkja Theresu May

Breski Íhaldsflokkurinn vann sögulegan sigur í aukakosningum til þings í gær er frambjóðandi flokksins var kjörinn í þingsæti sem Verkamannaflokkurinn hafði haldið í 82 ár. Kosið var í tveimur kjördæmum sem Verkamannaflokkurinn hefur haldið mjög...
24.02.2017 - 16:04

Hagnaður HSBC hrynur

Nettó hagnaður HSBC bankans eftir skatta var um 82 prósentum minni í fyrra en árið 2015. Þetta kemur fram í ársreikningi bankans sem kynntur var í morgun. Hagnaðurinn nam 2,48 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 270 milljarða króna, en árið...
21.02.2017 - 06:27