bókmenntir

Uppfullur af þorpi

Jónas Reynir Gunnarsson sendir frá sér sína fyrstu ljóðabók í næstu viku, Leiðarvísir um þorp. Sjálfur er hann alinn upp í Fellabæ og segir þorpið brjótast út í nær öllu sem hann skrifar.
22.08.2017 - 16:06

Meiri samkeppni um afþreyingu

Aukin samkeppni um afþreyingu fólks er ein helsta ástæða þess að sala bóka hefur minnkað, að mati fyrrum vöruþróunarstjóra rafbóka hjá Amazon. Hér á landi hefur bóksala dregist saman um 43 prósent síðan árið 2010. 
20.08.2017 - 19:30

Spáir því að íslenskan deyi út að óbreyttu

Sala á bókum hér á landi hefur farið úr átta eintökum á hvern Íslending á ári í rúmlega fjögur á sex árum. Ágúst Einarsson, prófessor, segir lengi hafa verið ljóst að þróunin yrði á þennan veg. Verði ekkert að gert deyi íslenskan út.
18.08.2017 - 13:47

Bókaþjóðin í uggvænlegri stöðu

Lestur á Íslandi hefur lengi vakið aðdáun víða og það sýnist vera mikil gróska í bókaútgáfu hjá þessari litlu þjóð með sínar löngu rætur í bókmenningu. En er þetta að breytast snarlega; ný tækni og afþreyingarmiðlar að leysa bókina af hólmi?
18.08.2017 - 11:54

Bókaþjóðin að verða snjalltækjaþjóð

Hún er dökk myndin sem blasir við þegar skoðaðar eru tölur um bóksölu og veltu íslenskra forlaga síðustu ár. Þær eru allar á niðurleið. Á sama tíma hefur snjalltækjanotkun vaxið gífurlega og gagnamagnsnotkun nær tuttugufaldast. Árssalan á...
17.08.2017 - 15:04

Flúði grimmilegar aðstæður í Norður-Kóreu

Nýverið kom út á íslensku bókin Með lífið að veði, eftir Yeonmi Park. Bókin inniheldur endurminningar 23 ára gamallar konu sem barnung flúði frá Norður-Kóreu ásamt móður sinni. Hún hefur sagst vilja varpa ljósi á myrkasta stað á jarðríki með útgáfu...
15.08.2017 - 15:32

Lesbískt ljóðskáld ritskoðað af feðraveldinu

Fyrsta ritrýnda fræðiritið um sögu hinsegin fólks kom út á dögunum og nefnist Svo veistu að þú varst ekki hér. Einn af þeim sem skrifar í ritið er Þorsteinn Vilhjálmsson fornfræðingur en hann fjallar um forngrísku skáldkonuna Saffó.
14.08.2017 - 09:45

Sorglegt að vilja viðvaranir á hinsegin bækur

Á Borgarbókasafninu er að finna veglegt safn af hinsegin bókmenntum sem nú hefur verið stillt sérstaklega upp í Aðalsafninu í tilefni Hinsegin daga.
12.08.2017 - 12:31

Fyndnasta bók Nabokovs í íslenskri þýðingu

Skáldsagan Pnín eftir rússneska rithöfundinn Vladimir Nabokov er nú komin út í íslenskri þýðingu Árna Óskarssonar, en bókin skipti höfundinn miklu máli á sínum tíma og skaut honum upp á himnafestingu bandarískra bókmennta. Hún þykir fyndasta bók...
13.08.2017 - 10:13

Hinsegin saga út úr skápnum

Fyrsta fræðiritið um sögu hinsegin fólks á Íslandi er að koma út: Svo veistu að þú varst ekki hér. Bókin hefur að geyma ritrýndar greinar um ýmislegt sem tengist sögu hinsegin fólks á Íslandi. Ritstjórar eru Íris Ellenberger, Ásta Kristín...
10.08.2017 - 11:02

Heimurinn stoppar ekki við bókaútgáfu

Björn Halldórsson og Jóhanna María Einarsdóttir gáfu bæði út sína fyrstu bók nú í sumar. Björn gaf út smásögusafnið Smáglæpi og frá Jóhönnu Maríu kom bókin Pínulítil kenopsía - Varúð, hér leynast krókódílar. Þau segja bókabransann vera á góðum stað...
02.08.2017 - 15:47

Gefur út bók í minningu barnabarns síns

Ástríður Grímsdóttir gefur í dag út bók í minningu barnabarns síns, Ástríðar Erlendsdóttur sem hefði orðið 25 ára í dag. Ástríður yngri lést fyrir þremur árum eftir átakanlega ævi en hún barðist lengi við vímuefnafíkn. Ástríður eldri, amma hennar,...
31.07.2017 - 15:12

Kvenkyns ofurhetjur sækja í sig veðrið

Í aðalsafni Borgarbókasafnsins er nú að finna heila hillusamstæðu sem er einungis tileinkuð kvenkyns ofurhetjum. Úlfhildur Dagsdóttir bókavörður segir að þeim fari sífellt fjölgandi og haldist í hendur við fleiri kvenkyns lesendur myndasagna.
23.07.2017 - 14:50

Erfðasýni gætu skýrt faðerni Hans Jónatans

„Ég kappkostaði í þessari bók að nota ævi þessa eina manns sem einskonar aldarspegil, breiðgötu inn í þrælaheiminn á átjándu og nítjándu öld,“ sagði Gísli Pálsson, mannfræðingur, á Morgunvaktinni á Rás 1 um bók sína Hans Jónatan – Maðurinn sem stal...
20.07.2017 - 11:10

Túlkar verk Virginiu Woolf með tónlist

Hver er hræddur við Virginiu Woolf? Það er í það minnsta er enginn beygur í þýsk-breska tónskáldinu Max Richter sem fenginn var til þess að semja tónlist fyrir dansverk sem túlkar þrjár skáldsögur Virginiu Woolf, The Waves, Orlando og Mrs Dalloway....
23.07.2017 - 09:40