Tækni og vísindi

Rafhlöður kveiktu í Note 7

Rannsókn Samsung á vandræðum Galaxy Note 7 símanna sinna leiddi í ljós að galli í rafhlöðum olli því að símarnir ofhitnuðu og brunnu. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá þessu. Engu öðru í tækjabúnaði eða hugbúnaði símans var um að kenna....
23.01.2017 - 05:51

Viðbót við veruleikann

Mikið hefur verið rætt um sýndarveruleika undanfarin ár, en minna um það sem kallað hefur verið „viðbættur veruleiki“, gleraugu sem þú sérð í gegnum, en bæta við hlutum í sjónsviðið. „Til dæmis get ég séð veðurspána á stofuveggnum mínum, en það sér...
17.01.2017 - 12:24

Myndskeið: Fann flöskuskeytið í Skotlandi

Annað tveggja flöskuskeyta, sem kastað var í hafið við Íslandsstrendur fyrir rúmu ári, náði landi á skosku eyjunni Tiree um helgina. Íbúi á svæðinu, sem fór að leita af því í gær, fann skeytið og setti myndband af fundinum á Youtube.
17.01.2017 - 09:37

Tunglfarinn Gene Cernan látinn

Bandaríski geimfarinn Gene Cernan er látinn 82 ára að aldri. Cernan var leiðangursstjóri Appollo 17 leiðangursins og einn þriggja bandarískra geimfara sem fór tvívegis til tunglsins og gekk þar um.
17.01.2017 - 09:24

Rafíþróttir í „gríðarlegum vexti“

Íslandsmótið í Counter strike fer fram nú um helgina. Counter strike er byssutölvuleikur sem kom út árið 1999 en hefur haldið miklum vinsældum þrátt fyrir að tækninni fleygi fram og sífellt fullkomnari tölvuleikir komi á markað á hverju ári.
14.01.2017 - 20:56

Vampíruleðurblökur leggjast á menn

Suðuramerískar vampíruleðurblökur, sem hingað til hafa verið taldar nærast nær eingöngu á fuglablóði, virðast hafa fengið smekk fyrir blóði úr mönnum samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.
14.01.2017 - 13:35

Flöskuskeytin á leið til Suðureyja

Tvö flöskuskeyti, sem sleppt var í sjóinn fyrir ári, eru nú að nálgast Ytri Suðureyjar í Skotlandi, og annað þeirra nær líklega landi í dag eða á morgun. Þetta sýna GPS-sendar sem eru á skeytunum. Skeytin hafa ferðast um 14 þúsund kílómetra.
12.01.2017 - 12:22

Fordæmalaus útbreiðsla lygafrétta

Í Þýskalandi er verið að rannsaka fordæmalausa útbreiðslu upploginna frétta á sama tíma og fréttir berast af áætlunum Rússa um að hafa áhrif á kosningarnar í Þýskalandi síðar á þessu ári. Útbreiðsla lygafrétta hefur aukist gríðarlega og lýðræði á að...
11.01.2017 - 15:46

Áratuga ráðgátu um kjarna jarðar svarað

Eftir áratugaleit telja vísindamenn sig loks hafa fundið frumefnið sem myndar kjarna jarðar að mestu leyti ásamt járni og nikkeli. Rannsóknir leiddu í ljós að líklegast sé það kísill. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Uppgötvunin hjálpar...
10.01.2017 - 05:39

Loftsteinn týndur og tröllum gefinn

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, telur nánast útilokað að finna loftstein sem talið er að hafi lent í Fljótsdal fyrir meira en 60 árum, nema hann hafi verið úr járni. Engir ótvíræðir loftsteinar hafa fundist hér á landi og erfitt...
08.01.2017 - 18:13

Þróa sólarrafhlöðu fyrir hjartagangráð

Svissneskir vísindamenn eru langt komnir með þróun sólarrafhlöðu fyrir hjartagangráð. Frumgerð rafhlöðunnar dró í sig næga orku í gegnum örþunna síu til þess að halda gangráðum gangandi. Wall Street Journal greinir frá þessu.
06.01.2017 - 06:20

NASA kannar sögu sólkerfisins

Bandaríska geimvísindastofnunin, NASA, ætlar á næstu árum að freista þess að rannsaka eitt fyrsta tímabil sólkerfisins. Stofnunin vill vita meira um hvað gekk á á tímabilinu tæpum tíu milljón árum eftir að sólkerfið varð til.
05.01.2017 - 05:38

Lang flestir nota Íslykil til innskráningar

Flestir nota Íslykla til að skrá sig inn á lokuð vefsvæði Ísland.is, fyrir innskráningu inn á vefi yfir 200 þjónustuaðila og stofnanir. Á hverjum degi nota um 5 til 15 þúsund manns Íslykilinn.
04.01.2017 - 11:07

Háhyrningskýrin „Amman“ er öll

Vísindamenn telja að háhyrningskýrin „Amman“ sé dauð. Hún varð yfir hundrað ára gömul. Amman, sem kallaðist á ensku Granny, lifði ásamt háyrningaflokki sínum í Kyrrahafi undan ströndinni milli Vancouver og Seattle. Síðast sást til hennar 12. október...
03.01.2017 - 15:33

Talmál, ritmál og talandi tölvur

Raddstýrð tæki eru orðinn sjálfsagður hlutur á milljónum heimila um veröld alla. Tækið svarar spurningum um hvaðeina, sinnir pöntunum og fleira. Að baki þessari tækni er mikil þróunarvinna með söfnun málsýna og þróun talgreina. Jón Guðnason lektor...
03.01.2017 - 15:13