• 00:01:17Breytingar á örorkulífeyriskerfinu
  • 00:14:30Sálfræði á heilsugæslu
  • 00:20:18Vöðvavernd á efri árum

Kastljós

Bæta kjör öryrkja, sálfræðiþjónusta, lyftingar á efri árum

Félags-og vinnumarkaðsráðherra boðaði í dag umbyltingu á örorkulífeyriskerfinu. Samkvæmt því hækka lífeyrisgreiðslur 95 prósent öryrkja, örorkumat verður einfaldað og samræmt milli stofnana, frítekjumark hækkað og dregið úr tekjuskerðingu til hvetja til atvinnuþátttöku. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir þetta sýnd veiði en ekki gefin. Þau Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra voru gestir Kastljóss.

Sálfræðiþjónusta hefur verið í boði á heilsugæslustöðvum í hartnær átta ár og gefist vel fyrir þá sem hana hafa fengið. Eftirspurnin er hins vegar langt umfram framboð og erfiðlega gengur manna stöður. Dr. David Clark, prófessor við Oxford-háskóla, hefur tekið þátt í innleiða sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvar víða í Evrópu. Hann hélt vinnustofu á Íslandi á dögunum og Kastljós tók hann tali.

Ein áhrifaríkasta leiðin til sporna gegn öldrun og fylgifiskum hennar er lyfta þungum lóðum, segir Maria Fiatarone Singh, bandarískur öldrunarlæknir sem rannsakað hefur vöðvavernd hjá eldra fólki. Við ræddum við hana og rifum í lóðin með Elsu og Páli, lyftingaköppum á besta aldri.

Frumsýnt

22. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

,