• 00:01:02Reynir Pétur fálkaorðuhafi
  • 00:09:26Forsetakosningar í Bandaríkjunum
  • 00:17:43Menningarfréttir

Kastljós

Reynir Pétur fálkaorðuhafi, forkosningar í Bandaríkjunum og menningarfréttir

Kastljós tók hús á einum þekktasta göngugarpi landsins, Reyni Pétri Ingvarssyni, sem var sæmdur fálkaorðu á nýársdag. Reynir labbaði eftirminnilega hringinn í kringum landið fyrir tæpum 40 árum síðan en orðuna fékk hann fyrir afrek og framgöngu í þágu fatlaðs fólks.

Silja Bára Ómarsdóttir spáði í spilin í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum. Donald Trump hefur átt góðu gengi fagna í forkosningum þar vestra undanfarna daga.

Í menningarfréttum var tekinn snúningur á borgarhönnun, margslunginni innsetningu og íslenskri myndlist í París.

Frumsýnt

25. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson og Viktoría Hermannsdóttir.

,