Kastljós

Vinnudeila Eflingar og SA, Á ferð með mömmu

Kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins er í hnút og þegar hefur borið á því fólk hamstri bensín vegna yfirvofandi verkfalls. Rætt var við Guðmund Inga Guðbrandsson, ráðherra vinnumarkaðsmála, en hann hefur skipað nýjan sáttasemjara í deilunni. Margir velta því fyrir sér hvort lagasetning yfirvofandi.

Rætt við formann Samtaka ferðaþjónustunnar sem er afar gagnrýnin á verkföllin og segir hana bitna hart á atvinnugrein sem megi ekki við frekari áföllum.

Lögmaður Eflingar, Flóki Ásgeirsson, var í viðtali um stöðuna sem upp er komin eftir úrskurð Landsréttar. Hvaða áhrif hefur hann á embætti ríkissáttasemjara og hvað verður um miðlunartillöguna sem var lögð fram.

Bíltúr um íslenska náttúru sumarlagi með traustan hund í farþegasæti og líkið af mömmu afturí. Einhvern veginn þannig er upplegg kvikmyndarinnar Á ferð með mömmu sem verður frumsýnd annað kvöld.

Frumsýnt

14. feb. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

,