Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 3. febrúar 2016
Aðgengilegt á vef til 2. febrúar 2017

Kastljós

Það er alvarlegt mál og lýsir brengluðu viðhorfi þegar atvinnubílstjórum finnst í lagi að taka myndir eða myndbönd á farsíma sína við akstur segir rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar umferðarslysa. Slíkt sé stórhættulegt og tími sé kominn til að taka fastar á slíkum brotum sem lögregla sinni lítið. Tvöfalt hærri sekt liggur við því að leggja bíl á gangstétt en að vera í farsíma undir stýri. Kastljós hefur undanfarið safnað saman fjölda mynda og myndbanda sem sýna ökumenn taka upp glæfraakstur í umferðinni. Hversu skaðlegur er sykur heilsu okkar og hversu mikil áhrif hefur ofneysla hans á offitufaraldurinn sem nú er að verða ein stærsta heilsufarsógnin í dag? Í seinnihluta þáttar fjöllum við um heimildarmyndina Sugar Coated og fáum til okkar hjartalækni og næringarfræðing til að ræða þetta enn frekar.