Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 18. janúar 2016
Aðgengilegt á vef til 17. apríl 2016

Síðdegisútvarpið

Aðstoð við Íslendinga á erlendri grund Starfsmaður á vegum Utanríkisráðuneytisins var á dögunum sendur til Brasilíu til að aðstoða íslenskt par sem handtekið var þar á milli jóla og nýárs, grunað um fíkniefnasmygl. Utanríkisráðuneytið aðstoðar fjölda Íslendinga á erlendri grund á ári hverju. Við fáum til okkar Jóhann Jóhannsson sem er yfir borgaraþjónustu ráðuneytisins. Farsóttir 2015 Í fyrra greindust 27 manns með sárasótt á Íslandi. Þar af 24 karlar. Þetta kemur fram í Farsóttafréttum sóttvarnalæknis sem komu út fyrr í mánuðinum. Þar er líka talað um hettusóttarfaraldur, átak gegn lifrarbólgu C og margt fleira. Við ætlum að ræða farsóttir og sóttvarnir við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Jesús sem kona Hvað ef Jesús hefði verið kona? Hefði það breytt einhverju? Þessum eilfðarspurningum ætlum við að gera tilraun til þess að svara seinna í þættinum. Óttar Norðfjörð rithöfundur er einn þeirra sem hefur pælt í þessu og meira að segja skrifað bók um efnið. Hann sest hér á eftir. Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hefur tekið saman skýrslu um helstu mál sem komu á þeirra borð á árinu 2015. Hvað brennur á leigjendum? Og hvað brennur á leigusölum? Hildigunnur Hafsteinsdóttir hjá leigjendaaðstoðinni kemur til okkar og fer yfir þessi mál. Hamfarir í samförum Samfarir hamfarir er nýtt íslenskt leikverk úr smiðju leikhópsins Hamfarir. Þau hafa unnið allar síðustu nætur til klukkan tíu á morgnana við að leggja lokahönd á sýninguna sem er frumsýnd á fimmtudaginn. Við kíktum á æfingu til þeirra um daginn. Aðstandendur Hótel Borgar við Austurvöll leita nú að skemmtilegum minningum frá Borginni, sem leynast hjá þjóðinni, og fyrst um sinn er einblínt á brúðkaupssögur og -minningar. Við forvitnumst um verkefnið hjá Þóru Sigurðardóttur sem sér um veitingarekstur í húsinu.