Birt þann 13. september 2017
Aðgengilegt á vef til 12. desember 2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 13.september

Dagskrá Morgunútvarpsins á miðvikudegi er þannig: 7:30 það verður 44 milljarðar afgangur af fjárlögum næsta árs en þau voru kynnt í gær, sama dag og alþingi var sett. Auknu fé er veit í velferðarmál og ýmsa aðra málaflokka en á sama tíma erum við líka að greiða um 60 milljarða í vexti. Við rýnum í helstu þætti fjárlaganna með þingmönnunum Oddnýju Harðardóttur og Óla Birni Kárasyni. 07:45 Nýr iPhone var kynntur í gær og hyggja margir á kaup á þeirri vinsælu græju. En hvað verður um gamla símann? Í mörgum tilfellum fer hann í hrúgu gamalla raftækja sem til er á flestum heimilum, því erfitt er að átta sig á hvernig er æskilegt að losa sig við notuð tæki. Við ræðum við Bjartmar Alexanderson hjá fyrirtækinu Grænum símum og fáum leiðbeiningar varðandi þetta. 8:05 Í gær voru birt gögn í máli kynferðisbrotamannsins Roberts Downey eftir að úrskurðarnefnd upplýsingamála komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðuneytið yrði að afhenda fréttastofu ruv nöfnin. Þar á meðal eru bréf æskuvina Róberts sem mæla með því að hann fái uppreist æru og bera honum vel söguna. Við förum yfir þessar nýjustu vendingar í málinu og ræðum við Berg Þór Ingólfsson, föður einnar stúlkunnar sem Róbert braut gegn. 08:30 Umfang Airbnb útleigu hér á landi er mikið og á höfuðborgarsvæðinu skipta íbúðir í þess konar útleigu þúsundum. Ný könnun Höfuðborgarstofu leidda þó í ljós að mikill meirihluta íbúa í Reykjavík verður lítið var heimagistingu í næsta nágrenni við sig. Við ræðum niðurstöður könnunarinnar við Áshildi Bragadóttur, forstöðumann Höfuðborgarstofu. 08:45 Í gærkvöldi urðu margir Íslendingar varir við magnað sjónarspil á himnum, þegar svo virtist sem einhvers konar eldhnöttur hrapaði til jarðar. Um var að ræða svokallaðan bjartan vígahnött, við köllum Stjörnu-Sævar sérstaklega út til að fræða okkur um fyrirbærið.

Aðrir þættir

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 21.september

Í gær ræddum við um fjölgun borgarfulltrúa úr 15 í 23 við forseta borgarstjórnar, Líf Magneudóttur. Hún gagnrýndi Sjálfstæðismenn fyrir andstöðu sína við fjölgunina, sem er þó bundin í lög...
Frumflutt: 21.09.2017
Aðgengilegt til 20.12.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 20.september

Nýr meirihluti var myndaður í Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd alþingis í gær og í framhaldinu var Brynjar Nielsson settur af sem formaður nefndarinnar og Jón steindór Valdimarsson úr...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 19.september

Eins og allir vita núorðið þurfa minnst tveir valinkunnir einstaklingar að veita brotamanni meðmæli ef hann ætlar að sækja um uppreist æru. Þeir votta þá að viðkomandi hafi breytt lífi...
Frumflutt: 19.09.2017
Aðgengilegt til 18.12.2017

Morgunútvarpið - Morgunútvarpið 18.september

Við förum yfir pólitíkina enda mikið að gerast á þeim vettvangi. Það liggur fyrir að kosið verður, sennilegast 28 október. Við reynum að varpa ljósi á hvernig næstu vikur þróast, td...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017

Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.
Frumflutt: 15.09.2017
Aðgengilegt til 14.12.2017