Birt þann 19. maí 2017
Aðgengilegt á vef til 17. ágúst 2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 18. maí 2017

Íslenska ríkið ætti að áfrýja úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar, til yfirdeildar dómsstólsins. Þetta segir fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn. Úrskurðurinn sé byggður á misskilningi. Yfirlögregluþjóninum á Blönduósi var sagt upp störfum í gær án fyrirvara. Uppsögnin kom honum í opna skjöldu. Ástæðan er hagræðing innan embættisins og staðan var lögð niður. Rúmlega tólf hundruð nemendur og kennarar Fjölbrautaskólans í Ármúla afhentu ráðherra undirskriftalista í hádeginu til að mótmæla sameiningu við Tækniskólann. Engin ákvörðun hefur verið tekin um sameiningu, segir menntamálaráðherra. Kaupgengi Bandaríkjadals er komið niður fyrir hundrað krónur. Gengi hans hefur ekki verið eins lágt miðað við krónu frá því í september 2008. Ákæruvaldið í Svíþjóð hefur fellt niður rannsókn á nauðgunarmáli gegn Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann er þó ekki frjáls ferða sinna þar sem handtökuskipan á hendur honum er enn í gildi. Tilkynningar um tjón á raftækjum streyma inn til RARIK eftir að mjög há spenna fór til notenda sumstaðar á Suður- og Austurlandi á miðvikudagsmorgun. Mest tjón virðist hafa orðið við Kirkjubæjarklaustur. Dónald Trump heldur í fyrstu utanlandsferð sína í dag eftir að hann varð forseti Bandaríkjanna. Forsetinn fer á leiðtogafund í Brussel og heimsækir í leiðinni Saudi-Arabíu og Ísrael og páfann í Róm. Veður: Hæg breytileg átt eða hafgola og víða léttskýjað, en hætt við þokulofti við sjávarsíðuna, einkum í nótt og á morgun. Hiti sjö til fimmtán stig í dag, en níu til nítján stig á morgun, hlýjast inn til landsins suðvestantil og norðaustantil.

Aðrir þættir

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 27.07.2017

Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Svíþjóðar láta af embætti fyrir að hafa ekki greint frá því að erlendir tölvustarfsmenn hefðu aðgang að viðkvæmum upplýsingum í tölvukerfum hins opinbera....
Frumflutt: 27.07.2017
Aðgengilegt til 25.10.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 27.07.2017

Tveir ráðherrar í ríkisstjórn Svíþjóðar láta af embætti fyrir að hafa ekki greint frá því að erlendir tölvustarfsmenn hefðu aðgang að viðkvæmum upplýsingum í tölvukerfum hins opinbera....
Frumflutt: 27.07.2017
Aðgengilegt til 25.10.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 26.07.2017

Þriggja manna áhöfn bandarískrar skútu sem sendi út neyðarboð snemma morguns var búin að yfirgefa skútuna og komin í björgunarbát þegar hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson kom að skútunni...
Frumflutt: 26.07.2017
Aðgengilegt til 24.10.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 26.07.2017

Þriggja manna áhöfn bandarískrar skútu sem sendi út neyðarboð snemma morguns var búin að yfirgefa skútuna og komin í björgunarbát þegar hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson kom að skútunni...
Frumflutt: 26.07.2017
Aðgengilegt til 24.10.2017

Hádegisfréttir - Hádegifréttir25.07.2017

Fyrirhuguð friðlýsing Jökulsárlóns er valdníðsla af hálfu umhverfisráðherra, segir lögmaður Fögrusala sem á í óútkljáðum málaferlum við ríkið um kaup á náttúruperlunni. Umhverfisráðherra...
Frumflutt: 25.07.2017
Aðgengilegt til 23.10.2017