Birt þann 14. september 2017
Aðgengilegt á vef til 13. desember 2017

Morgunvaktin - Bernskan og ævilokin

Morgunvaktin 14. september: Kröftug mótmæli um allt Frakkland vegna áforma um breytingar á vinnulöggjöfinni koma ríkisstjórninni í opna skjöldu. Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls og enn frekari mótmæla í næstu viku. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist ekki ætla að láta undan vegna óláta í öfgamönnum og letingjum á götum úti. Freyr Eyjólfsson ræddi fyrirhugaðar breytingar á vinnulöggjöfinni og spennuna í frönskum stjórnmálum. Hann sagði líka frá kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár er komið fram. Henny Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, ræddi hvaða áhrifa mætti vænta á hag almennings. Nýverið urðu formannsskipti í því gamla og virðulega félagi Skóræktarfélagi Íslands. Jónatan Garðarsson tók við formannsembættinu. Hann ræddi skógrækt á Íslandi fyrr og nú og áhrif hennar á landið og loftgæðin. Líknardráp er viðkvæmt umræðuefni og hefur lengi verið viðfangsefni siðfræðinga sem velta fyrir sér hvað sé rétt og hvað rangt í því sambandi. Ráðstefna verður haldin í Reykjavík um þetta efni á morgun. Farið verður yfir reynslu annarra þjóða af líknardrápi. Salvör Nordal, Umboðsmaður barna, kom að undirbúningi ráðstefnunnar, en hún starfaði áður sem forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands. Salvör ræddi mikilvægi þess að hagsmunir barna væru verndaðir og lýsti líka ólíkum sjónarmiðum um líknardráp. Bernskan og ævilokin voru viðfangsefni Morgunvaktarinnar.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Tregða og vangeta í upplýsingamálum

Morgunvaktin 20.september: Þátturinn hófst á því að Borgþór Arngrímsson í Kaupmannahöfn sagði frá litlum áhuga á dönsku sveitarstjórnarkosningunum í nóvember. Þá ræddi hann framtak...
Frumflutt: 20.09.2017
Aðgengilegt til 19.12.2017

Morgunvaktin - Umburðarlyndi og ábyrgð í stjórnmálum

Morgunvaktin 19.september: Kosið verður nýtt sambandsþing í Þýskalandi á sunnudag. Einn þeirra flokka sem hefur átt mestu fylgi að fagna í kosningabaráttunni er flokkur frjálsra demókrata...
Frumflutt: 19.09.2017
Aðgengilegt til 18.12.2017

Morgunvaktin - Óvissa um hvað gerist á þingi

Morgunvaktin 18.september: Enn verður kosið til þings á Íslandi og ástandið hér vekur athygli víða um lönd. Pólitískur óstöðugleiki er farinn að minna á það sem einkennt hefur Ítalíu liðna...
Frumflutt: 18.09.2017
Aðgengilegt til 17.12.2017

Morgunvaktin - Stjórnin fallin

Morgunvaktin 15.september: Þátturinn snérist að öllu leyti um að ríkisstjórn Íslands er fallin og framundan mikil óvissa í stjórnmálum landsins. Fluttur var hluti fréttaviðtals við Óttarr...
Frumflutt: 15.09.2017
Aðgengilegt til 14.12.2017

Morgunvaktin - Aðhald á uppgangstímum

Morgunvaktin 13.september: Í síðustu viku tilkynnti Nordea-bankinn, stærsti banki á Norðurlöndum, að höfuðstöðvar hans yrðu fluttar frá Stokkhólmi til Helsinki, ekki til Kaupmannahafnar...
Frumflutt: 13.09.2017
Aðgengilegt til 12.12.2017