Birt þann 17. júlí 2017
Aðgengilegt á vef til 15. október 2017

Morgunvaktin - Flestir ætla í viðskiptafræði en þörf á kennurum og hjúkrunarfræðingum

Morgunvaktin mánudaginn 17. júlí 2017. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á spjalli við Sigrúnu Davíðsdóttur um bresk málefni. Hún var stödd á spænsku eyjunni Formentera. Hún sagði frá vinnu breskra stjórnmálamanna við að afnema um 20 þúsund lög vegna úrgöngunnar úr Evrópusambandinu og setningu nýrra í þeirra stað. Hún sagði líka frá máli Charlie litla sem er alvarlega veikur. Foreldrar hans berjast fyrir að fá leyfi frá dómstólum til að láta hann gangast undir aðgerð í Bandaríkjunum en læknar spítalans sem hann liggur á telja að honum verði ekki bjargað og vilja slökkva á öndurvél til að lina þjáningar hans. Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar við HÍ og prófessor í sálfræði, sagði frá þróun háskólanáms á umliðnum árum. Háskólanemum hefur snarfjölgað á tiltölulega skömmum tíma. Flestir vilja læra viðskiptafræði enda atvinnumöguleikar taldir miklar með slíka menntun. Útskrifa þarf fjölda kennara og hjúkrunarfræðinga á næstu árum og mikilvægt að fleiri sæki nám í þeim greinum. Hún talaði líka um mikilvægi þess að auka fjárframlög til háskólanna. Kínverska ljóðskáldið og mannréttindafrömuðurinn Liu Xiaobo lést í síðustu viku. Vera Illugadóttir fjallaði um ævi Lius og stöðu mannréttindamála í Kína. Aldarafmæli fullveldis Íslands verður fagnað með ýmsu móti árið 2018. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir stýrir undirbúningi. Hún sagði frá starfinu og því sem þegar liggur fyrir en m.a. á að skrifa tvær bækur um fullveldið. Óskað er eftir tillögum frá almenningi um viðburði í tengslum við afmælið.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Tyrkland á uppleið

Morgunvaktin 21.júlí hófst á góðviðrishjali og fréttaspjalli. Síðan lá leiðin norður í Ísafjarðardjúp. Ögurböllin eru sögð sérlega fjörug en þeim hefur verið slegið upp um árabil. Næsta...
Frumflutt: 21.07.2017
Aðgengilegt til 19.10.2017

Morgunvaktin - Leitin að frelsinu

Morgunvaktin 20. júlí hófst á góðviðrishjali og nokkrum fréttamolum. Herbie Hancock heldur tónleika í Hörpu í kvöld og var tónlist hans ráðandi í þættinum. Flutt var lagið Court and Spark...
Frumflutt: 20.07.2017
Aðgengilegt til 18.10.2017

Morgunvaktin - Þörf á átaki í fornleifaskráningu

Morgunvaktin 19.júlí hófst á spjalli um fréttir og veður. Því næst sagði Borgþór Arngrímsson fréttir frá Danmörku. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, sætir harðri gagnrýni fyrir að...
Frumflutt: 19.07.2017
Aðgengilegt til 17.10.2017

Morgunvaktin - Barátta fyrir betri kjörum

Morgunvaktin 18.júlí hófst á spjalli um stormviðvörun á Íslandi og veðrið á meginlandi Evrópu. Arthúr Björgvin Bollason ræddi stjórnmálalífið í aðdraganda þingkosninga í Þýskalandi,...
Frumflutt: 18.07.2017
Aðgengilegt til 16.10.2017

Morgunvaktin - Karllæg menning ríkir í íslenskum fyrirtækjum

Morgunvaktin föstudaginn 14. júlí 2017. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á samtali við Kristján Sigurjónsson, turisti.is. Hann fjallaði um mikilvægi þess...
Frumflutt: 14.07.2017
Aðgengilegt til 12.10.2017