Birt þann 19. apríl 2017
Aðgengilegt á vef til 18. júlí 2017

Morgunvaktin - 65 milljónir á vergangi í heiminum

Morgunvaktin 19. apríl 2017. Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir. Farið var yfir veður, færð og helstu fréttir. Borgþór Arngrímsson flutti fréttir frá Danmörku. Hann sagði m.a. frá því að í dag hefjast réttarhöld yfir unglingsstúlku sem hugðist fremja hryðjuverk í tveimur skólum fyrir ári. Einnig frá páskahaldi í Danmörku og hátíðarhöldum í Jónshúsi í tilefni af sumardeginum fyrsta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir starfsmaður UN Women ræddi um fólk á flótta í heiminum en talið er að um 65 milljónir séu á vergangi. Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi sagði frá félagasamtökunum Hugarafli sem starfrækt hafa verið frá 2003. Þau veita fólki úrræði sem glímir við eða hefur glímt við geðraskanir. Ágúst Ólafsson fréttamaður á Akureyri ræddi um ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Viðmælendur hans voru Halldór Óli Kjartansson og Hjalti Páll Þórarinsson, starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Mesta breytingaár íslenskrar verslunar

Morgunvaktin 23.júní hófst á rigningartali og spjalli um fréttir. Það hefur verið heitt í veðri á Bretlandseyjum og meginlandi Evrópu síðustu daga. Kristín Jónsdóttir í París sagði að...
Frumflutt: 23.06.2017
Aðgengilegt til 21.09.2017

Morgunvaktin - Mælingar á hitastigi sjávar boða kaldari tíð

Morgunvaktin 26.júní hófst á spjalli um kalt veður og vindasamt. Síðan var haldið norður í land. Raufarhöfn á austanverðri Melrakkasléttu er ekki í alfaraleið þorra landsmanna en hefur...
Frumflutt: 22.06.2017
Aðgengilegt til 20.09.2017

Morgunvaktin - Viðskiptasamningar við Suður-Ameríkuríki

Morgunvaktin 21.júní hófst á spjalli um fréttir og verður. Berghrunið og flóðbylgjan á Grænlandi um síðastliðna helgi hefur beint sjónum danskra ráðamanna að öryggis- og björgunarviðbúnaði...
Frumflutt: 21.06.2017
Aðgengilegt til 19.09.2017

Morgunvaktin - Leiðin til baka á vinnumarkaðinn

Morgunvaktin 20.júní hófst á spjalli um veður og fréttir dagsins. Nýafstaðnar þingkosningar í Frakklandi marka tímamót. Gamla valdakerfið fékk aldeilis á baukinn og hlutur kvenna stórjókst...
Frumflutt: 20.06.2017
Aðgengilegt til 18.09.2017

Morgunvaktin - Kynbundið ofbeldi stærsta viðfangsefni kvenréttindahreyfingarinnar

Morgunvaktin mánudaginn 19. júní 2017. Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson. Þátturinn hófst á yfirferð yfir bresk málefni með Sigrúnu Davíðsdóttur sem var í hljóðveri. Fyrst...
Frumflutt: 19.06.2017
Aðgengilegt til 17.09.2017