Birt þann 19. apríl 2017
Aðgengilegt á vef til 18. júlí 2017

Morgunvaktin - 65 milljónir á vergangi í heiminum

Morgunvaktin 19. apríl 2017. Umsjónarmenn: Björn Þór Sigbjörnsson og Vera Illugadóttir. Farið var yfir veður, færð og helstu fréttir. Borgþór Arngrímsson flutti fréttir frá Danmörku. Hann sagði m.a. frá því að í dag hefjast réttarhöld yfir unglingsstúlku sem hugðist fremja hryðjuverk í tveimur skólum fyrir ári. Einnig frá páskahaldi í Danmörku og hátíðarhöldum í Jónshúsi í tilefni af sumardeginum fyrsta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir starfsmaður UN Women ræddi um fólk á flótta í heiminum en talið er að um 65 milljónir séu á vergangi. Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi sagði frá félagasamtökunum Hugarafli sem starfrækt hafa verið frá 2003. Þau veita fólki úrræði sem glímir við eða hefur glímt við geðraskanir. Ágúst Ólafsson fréttamaður á Akureyri ræddi um ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Viðmælendur hans voru Halldór Óli Kjartansson og Hjalti Páll Þórarinsson, starfsmenn Markaðsstofu Norðurlands.

Aðrir þættir

Morgunvaktin - Sósíalistaflokkur stofnaður 1.maí

Morgunvaktin 28.apríl hófst á spjalli um vorveðrið og fréttir dagsins. Smábátasjómenn eru nú að ljúka við að gera báta sína klára fyrir komandi vertíð. Strandveiðarnar hefjast eftir helgi...
Frumflutt: 28.04.2017
Aðgengilegt til 27.07.2017

Morgunvaktin - Hundrað dagar Trumps

Morgunvaktin 28.apríl hófst á hjali um vorveðrið og fréttir dagsins. Síðan var slegið á þráðinn til Hvammstanga. Viðmælandinn þar var Unnur Valborg Hilmarsdóttir, oddviti sveitarstjórnar...
Frumflutt: 27.04.2017
Aðgengilegt til 26.07.2017

Morgunvaktin - Gegnum fjall

Morgunvaktin 26.apríl hófst á spjalli um veður og helstu fréttir. Síðan lá leiðin til Danmerkur. Í drögum að nýrri stefnuskrá sem verður lögð fram á flokksþingi danskra sósíaldemókrata í...
Frumflutt: 26.04.2017
Aðgengilegt til 25.07.2017

Morgunvaktin - Gengur illa að fá kennara til starfa

Morgunvaktin 25.apríl hófst á spjalli um hlýnandi veður og helstu fréttir. Síðan var athyglinni beint að Þýskalandi. Frauke Petry hefur verið andlit lýðskrumsflokksins á hægri væng þýskra...
Frumflutt: 25.04.2017
Aðgengilegt til 24.07.2017

Morgunvaktin - Miðjan vann sigur í Frakklandi

Morgunvaktin 24.apríl hófst á spjalli um niðurstöður fyrri umferðar í forsetakosningunum í Frakklandi, þar sem Emmanuel Macron hlaut flest atkvæði en Marine Le Pen kom á hæla honum. Síðan...
Frumflutt: 24.04.2017
Aðgengilegt til 23.07.2017