Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 5. október 2016
Aðgengilegt á vef til 3. janúar 2017

Morgunvaktin

Morgunvaktin 5.október hófst á spjalli um haustveðrið og fréttir héðan og þaðan. Kim Larsen flutti lag dagsins: Susan Himmelblå úr kvikmyndinni Midt om natten. Borgþór Arngrímsson ræddi stöðuna í dönskum stjórnmálum en ríkisstjórnin stendur tæpt í upphafi þings. Þá gat hann um 70 ára afmæli tímaritsins Alt for damerne. Eftir fréttayfirlit var sjónum beint að atvinnumálum á landsbyggðinni, sérstaklega atvinnumöguleikum ungs fólks. Rögnvaldur Már Helgason ræddi við Soffíu Gísladóttur, forstöðumann skrifstofu Vinnumálastofnunar á Norðurlandi eystra. Loks sagði Hafsteinn Einarsson, verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, frá Kosningavitanum, forriti sem hjálpar kjósendum að staðsetja sig á hinu flokkapólitíska landakorti í aðdraganda alþingiskosninga.