Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 21. apríl 2017
Aðgengilegt á vef til 20. júlí 2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 21.apríl 2017

United Silicon hefur fengið frest til miðnættis á mánudaginn til að skila athugasemdum við áform Umhverfisstofnunar um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar í Helguvík. Talsmaður fyrirtækisins kannast ekki við að formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur hafi óskað eftir því að skoða vinnuaðstæður í verksmiðjunni. Öryggisgæsla hefur verið hert í Frakklandi eftir árásina í París í gær. 57.000 hermenn og lögreglumenn verða við gæslu á sunnudag þegar landsmenn kjósa í fyrri umferð forsetakosninganna. Þingmenn stjórnarandstöðu í fjárlaganefnd eru flestir fylgjandi hækkunum virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir að aðar atvinnugreinar líði ekki að ferðaþjónustun búi við skattaafslátt. Fjármálaráðherra vill að ríkisskattstjóri hefji undirbúning að því að setja öll opinber gögn um starfsemi fyrirækja og eignarhald þeirra á netið, þar sem almenningur geti nálgast þau ókeypis. Markvisst hefur verið unnið gegn einelti hér á landi eftir hrun, sem skýrir góða útkomu úr nýlegri PISA könnun segir forstjóri Menntamálastofnunar. Íslenskir unglingar verða samkvæmt henni síður fyrir einelti í skóla en jafnaldrar þeirra annars staðar í heiminum. Könnunarhola sem boruð var í Vaðlaheiðargöngum í gær sýnir að verktakinn á aðeins eftir að grafa í gegnum þrjátíu og sjö metra af bergi. Stefnt er að gegnumslagi eftir slétta viku Veðurhorfur: Minnkandi norðvestanátt austast á landinu í dag, en annars vestlæg eða breytileg átt, þrír til átta metrar. Skýjað með köflum og stöku él, en bjart suðaustanlands. Austlæg eða breytileg átt seint á morgun og víða él, en dálítil snjókoma syðst seint annað kvöld. Hiti víða að fimm stigum að deginum.

Aðrir þættir

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 23. ágúst 2017

Hægari vöxtur í ferðaþjónustu veldur því að Seðlabankinn spáir minni hagvexti á þessu ári nú en hann gerði í maí. Hagvöxturinn verður þó áfram mikill. Peningastefnunefnd hefur ákveðið að...
Frumflutt: 23.08.2017
Aðgengilegt til 21.11.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 23. ágúst 2017

Hægari vöxtur í ferðaþjónustu veldur því að Seðlabankinn spáir minni hagvexti á þessu ári nú en hann gerði í maí. Hagvöxturinn verður þó áfram mikill. Peningastefnunefnd hefur ákveðið að...
Frumflutt: 23.08.2017
Aðgengilegt til 21.11.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 22. ágúst 2017

Mikið blóð úr Birnu Brjánsdóttur fannst í rauða Kia Rio bílnum sem Thomas Möller Olsen hafði á leigu þegar Birna lést. Þetta kom fram í aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjaness í morgun....
Frumflutt: 22.08.2017
Aðgengilegt til 20.11.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 22. ágúst 2017

Mikið blóð úr Birnu Brjánsdóttur fannst í rauða Kia Rio bílnum sem Thomas Möller Olsen hafði á leigu þegar Birna lést. Þetta kom fram í aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjaness í morgun....
Frumflutt: 22.08.2017
Aðgengilegt til 20.11.2017

Hádegisfréttir - Hádegisfréttir 21. ágúst 2017

Thomas Möller Olsen neitar að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana en gefur í skyn að skipsfélagi hans hafi unnið henni mein. Tómas breytti mjög framburði sínum við aðalmeðferð málsins í...
Frumflutt: 21.08.2017
Aðgengilegt til 19.11.2017