Mynd með færslu

Valsmenn að stinga af í Pepsi deildinni?

Valsmenn gerðu góða ferð til Ólafsvíkur í kvöld þar sem þeir unnu góðan 2-1 sigur á heimamönnum í Víking Ólafsvík. Með sigrinum eru Valsmenn komnir með sex stiga forskot á toppi deildarinnar þegar 12 umferðum af 22 er lokið. Valsmenn eru dottnir úr leik í Evrópu sem og bikarkeppninni hér heima og geta því einbeitt sér algjörlega að Pepsi deildinni.
25.07.2017 - 21:09
Mynd með færslu

Þýskaland og Svíþjóð áfram í 8-liða úrslit

Í kvöld lauk B-riðli Evrópumótsins í Hollandi. Þýskaland mætti Rússlandi og Svíþjóð mætti Ítalíu. Ljóst var að sigurvegarinn úr leik Þýskalands og Rússlands færi áfram í 8-liða úrslit en Svíþjóð dugði jafntefli gegn Ítalíu til að komast áfram. Ítalía var hins vegar úr keppni.
25.07.2017 - 20:44
Mynd með færslu

Freyr: „Þurfum að finna gleðina aftur“

„Gleðina hefur ekki vantað hjá okkur á þessu móti en þegar að tilfinningarnar fara svona niður eins og eftir leikinn gegn Sviss þá þarf að finna gleðina aftur. Þessi flotti völlur og leikurinn á morgun verður kjörinn vettvangur til þess,“ segir landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson um viðureign Íslands og Austurríkis í C-riðli EM í Hollandi í Rotterdam annað kvöld.
25.07.2017 - 19:00