Næsti leikur í beinni

Mynd með færslu

Fótboltavelli Lille breytt í handboltahöll

Slegið verður áhorfendamet á heimsmeistaramóti karla í handbolta í dag þegar Ísland og Frakkland mætast í 16-liða úrslitum mótsins í Frakklandi. Núverandi áhorfendamet var sett á HM í Egyptalandi 1999 þar sem 25 þúsund áhorfendur sóttu þrjá leiki á því móti. Leikurinn í dag verður spilaður á knattspyrnuleikvangnum í Lille sem heitir Stade Pierre Mauroy.
21.01.2017 - 13:07
epa05737712 Rafael Nadal of Spain celebrates his win against Alexander Zverev of Germany in a Men's Singles third round match at the Australian Open Grand Slam tennis tournament in Melbourne, Victoria, Australia, 21 January 2017.  EPA/FILIP SINGER

Nadal lenti í vandræðum með táninginn

Spánverjinn Rafal Nadal lenti í töluverðum hrakningum í viðureign sinni gegn þýska táningnum Alexander Zerev í fjórðu umferð Opna ástralska meistaramótsins sem fram fer í Melbourne. Nadal sem sigraði í þessu móti árið 2009 þurfti heldur betur að hafa fyrir sigrnum.
21.01.2017 - 12:58
Mynd með færslu

Arnór: „Ætlum að selja okkur dýrt“

Arnór Atlason hefur tekið þátt í mörgum eftirminnilegum leikjum með íslenska handboltalandsliðinu á móti Frakklandi. Arnór var til dæmis í íslenska landsliðinu sem vann ótrúlegan stórsigur á Frökkum í riðlakeppni HM 2007 í Þýskalandi. Hann spilaði líka í sigri Íslands á Frakklandi í riðlakeppni Ólympíuleikana í London 2012, auk þess að hafa verið með Íslandi í tapleikjunum í úrslitum ÓL 2008 og í undanúrslitum EM 2010, svo einhverjir eftirminnilegir leikir eru nefndir milli liðana.
21.01.2017 - 12:54