Mynd með færslu

Fanney vann silfur á HM

Lyftingakonan Fanney Hauksdóttir vann í dag til silfurverðlauna í bekkpressu á heimsmeistaramótinu í Litháen. Met féllu í lokalyftu hennar í dag.
26.05.2017 - 14:51
Mynd með færslu

Dagný aftur í landsliðið 53 dögum fyrir EM

Dagný Brynjarsdóttir er í landsliðshópi Íslands í knattspyrnu sem tilkynntur var í dag fyrir vináttulandsleiki gegn Írlandi og Brasilíu í júní. Dagný sem er lykilmaður í landsliðinu hefur glímt við dularfull meiðsli sem erfitt hefur reynst að fá bót á og lítið spilað með félagsliði sínu Portland Thorns í Bandaríkjunum.
26.05.2017 - 13:37
Mynd með færslu

Axel valdi 22 í æfingahóp

Axel Stefánsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í handbolta, hefur valið 22 leikmenn til æfinga 6.-18. júní næstkomandi. Íslenska liðið heldur til Danmerkur í júlí og býr sig undir forkeppni HM sem hefst í haust.
26.05.2017 - 12:38