Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs vill keðjuábyrgð í alla samninga sem Reykjavíkurborg kemur að, til að koma í veg fyrir að brotið sé á starfsmönnum verktaka.
Fram kom í fréttaskýringaþættinum Kveik á þriðjudag að brotið hafi verið á starfsmönnum verktaka, sem vinnur við húsnæði á Grensásvegi, sem borgin er að kaupa.