Víðtæk leit í Danmörku að sænskri blaðakonu

13.08.2017 - 14:44
Mynd með færslu
 Mynd: EPA  -  TT
Víðtæk leit er hafin í Danmörku að sænsku blaðakonunni Kim Wall, sem ekkert hefur spurst til síðan á fimmtudag. Kafarar lögreglunnar leita hennar í flóanum við Köge. Þá eru lögreglumenn á ferð með hunda og í bátum. Einnig verður þyrla fengin til leitar síðar í dag að sögn Jens Møllers, yfirmanns glæpadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn.

Einn maður er í haldi, grunaður um að hafa orðið Kim Wall að bana. Hún sást síðast í ferð með honum í kafbáti hans á fimmtudaginn var. Maðurinn sagðist hafa skilað henni á land í Kaupmannahöfn á fimmtudagskvöld, en hefur síðan breytt framburði sínum að sögn Møllers.