Viðar Örn viðurkennir mistök

17.03.2017 - 17:40
Mynd með færslu
 Mynd: Rúv
Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, viðurkennir í viðtali við fótbolta.net að hafa gert mistök þegar hann fékk sér bjór áður en hann hélt til móts við íslenska landsliðið á Ítalíu í haust.

Nánar: Heimir: Viðar var ekki ölvaður á Ítalíu

Viðar Örn spilaði með liði sínu, Maccabi Tel Aviv, á sunnudagskvöldi í haust og átti flug þá um nóttina. Á flugvellinum hitti hann fyrir leikmenn íslenska U-17 ára liðsins sem voru á leið í æfingabúðir í Ísrael. Í viðtali við fótbolta.net segir hann:

„Ég átti leik mjög seint á sunnudegi og átti að vera mættur á flugvöllinn klukkan 3 um nóttina. Vinir mínir voru í heimsókn og við fengum okkur örfáa bjóra eftir leikinn. Við mættum á flugvöllinn undir smá áhrifum og þar liggja mistökin hjá mér." 

Viðar Örn segir ennfremur að hann hafi rætt málið við Heimi Hallgrímsson, landsliðsþjálfara, og baðst afsökunar og sagði að þetta kæmi ekki fyrir aftur.

Einar Örn Jónsson
íþróttafréttamaður