Í tilefni Íslensku tónlistarverðlaunanna fékk Saga Garðarsdóttir píanóleikarann Víking Heiðar Ólafsson og söngkonuna Hallveigu Rúnarsdóttur til að taka nokkur af vinsælustu rapplögum síðasta árs í óperuútsetningum.

Þau segjast ekki hlusta mikið á rapp en Víkingur telur mikilvægt að bera virðingu fyrir og hugsa vel um rapparana. „Þeir eru í rauninni í erfiðustu stöðunni, þeir eru primaballerínur tónlistarinnar, þeir eru bara með ákveðinn líftíma. Þú ert allt í einu orðinn 45 ára, þá er ekki auðvelt að vera jafn kúl og Herra Hnetusmjör er núna.“ Horfið á Víking og Hallveigu renna í gegnum rappslagara í spilaranum hér að ofan.