„Við erum að díla við skaðlega karlmennsku“

31.05.2017 - 18:10
Leiklist · Lestin · Menning
Sviðslistarhópurinn Ást og karókí setja upp nýtt og óvenjulegt leikverk í Leikfélagi Kópavogs á laugardaginn. Sýningin er karlmannleg rannsókn og niðurstöðurnar eru í boði fatamerkisins Slazenger.

Verkið kallast Sýning um glímu og Slazenger en hópinn Ást og karókí skipa Adolf Smári Unnarsson, Birnir Jón Sigurðsson, Friðrik Margrétar - Guðmundsson, Matthías Tryggvi Haraldsson og Stefán Ingvar Vigfússon.

„Við viljum taka þátt í umræðu um geðheilsu ungra karla. Við viljum taka þátt í umræðunni um jafnrétti kynjanna. Við viljum að áhorfendur skemmti sér vel,“ segir Stefán Ingvar um þau áhrif sem þeir vilja fanga með sýningunni.

Stefán telur það geti verið varhugavert fyrir karlmenn að taka sér of mikið pláss innan feminískrar umræðu um feðraveldið. „Ég held að reynsluheimur kvenna bjóði að miklu leyti betur upp á það, en við horfum mikið inn á við í þessu. Við horfum á það hvernig hefðbundnar hugmyndir um karlmennsku geta skaðað karlmenn.“

Lestin fékk Stefán Ingvar í heimsókn til þess að ræða karlmennsku, íþróttaföt og sviðslistir.

Jóhannes Ólafsson
Lestin
Þessi þáttur er í hlaðvarpi