Postulínvaskar, sturtubotnar, hurðir og parket sem er enn í plastinu. Það stóð til að fleygja þessu öllu en þökk sé nýrri efnismiðlun Góða hirðisins á Sævarhöfða í Reykjavík var það ekki gert. Dæmi eru um að viðskiptavinir hafi byggt skúra og nýtt nær eingöngu efnivið úr miðluninni. Starfsmenn ráða þeim sem vilja byggja húsnæði þó frá því að stóla alfarið á Góða hirðinn. Þeir verða aðeins varir við húsnæðisvandann fólk kaupi efni í þeim tilgangi að innrétta litla íbúð í bílskúr eða kjallara.

Spegillinn fór á staðinn og ræddi við Guðmund Tryggva Ólafsson, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva og Hafstein Hallsson, starfsmann Efnismiðlunarinnar.

Hlýða má á viðtalið við þá í spilaranum hér fyrir ofan.