Farþegaþota á vegum WOW sem var á leið til Bandaríkjanna sneri við skömmu eftir að hún hafði flogið frá Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt heimildum fréttastofu var slökkt á öðrum hreyflinum. Vélin er nú lent heilu og höldnu.

Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, segir að smávægileg vélabilun hafi komið upp á flugi WW117 til Baltimore. Flugstjórinn hafi því ákveðið að snúa við til Keflavíkur af öryggisástæðum áður en haldið yrði af stað yfir hafið.

Svanhvít segir að flugstjórinn sé með þessu að fylgja réttum verkferlum og flugvirkjar muni skoða vélina áður en hún heldur áfram för sinni til Bandaríkjanna.

Svanhvít segir að farþegar verði upplýstir um gang mála með tölvupósti og smáskilaboðum.