Það er óhætt að segja að Olga Færseth sé ein merkilegasta íþróttakona sem Ísland hefur alið af sér. 1994 var sérstaklega gott ár hjá Olgu því þá náði hún þeim einstaka árangri að verða Íslands- og bikarmeistari, tvisvar!

 

Fyrst vann hún tvöfalt í körfubolta með Keflavík um vorið, og í lok sumars fagnaði hún sama árangri með Breiðabliki í fótbolta. Og það sem meira var, Olga var í algjöru lykilhlutverki hjá báðum liðum, setti stigamet í úrslitakeppninni í körfubolta og varð markahæst í úrvalsdeildinni í fótbolta. 

Olga var til umfjöllunar í tímavélinni í Íþróttafólkinu okkar á RÚV í gærkvöldi. Viðtalið við Olgu má sjá í spilaranum hér að ofan.