Brýnasta verkefni stjórnvalda til að taka á undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði er að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt, samkvæmt tillögum starfshóps um aðgerðir gegn skipulögðum brotum á vinnumarkaði. Tryggja þarf fórnarlömbum vinnumansals og nauðungarvinnu viðeigandi aðstoð og vernd. Setja þarf sérstök lög um mansal.

Tillögur samstarfshóps til að sporna gegn félagslegum undirboðum á innlendum vinnumarkaði voru birtar í dag. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra stofnaði hópinn síðasta haust. 

Helstu tillögur hópsins 

  • Brýnasta verkefnið er að taka á kennitöluflakki á skilvirkan hátt. Stjónvöld þurfi heimild til þess að setja forsvarsmenn fyrirtækja í tímabundið bann við þátttöku í stjórnum félaga með takmarkaða ábyrgð auk fleiri atriða. 
  • Tryggð viðeigandi aðstoð og vernd fyrir fórnarlömb vinnumansals og nauðungarvinnu. Þá verði skilgreining á mansali endurskoðuð og segir hópurinn að setja þurfi sérstök lög um mansal sem og aðgerðaráætlun gegn því.  
  • Lögregla, Ríkisskattstjóri, Vinnueftirlitið og Vinnumálastofnun geri með sér formlegt samkomulag um skipulagða vinnu gegn brotastarfsemi á vinnumarkaði. 
  • Sett verði skylda til keðjuábyrgðar í lög um opinber innkaup. 
  • Komið í veg fyrir brotastarfsemi á vinnumarkaði undir formerkjum starfsnáms eða sjálfboðastarfsemi og ramminn utan um það skýrður. 
  • Bæta upplýsingagjöf til erlendra starfsmanna. 

Hér má nálgast skýrslu starfshópsins í heild sinni.