Uppreisn á Fílabeinsströndinni

15.05.2017 - 07:27
epa05959326 Rebel soldiers have their armed vehicle positioned along a street near the entrance of Ivory Coast's army headquarters in Abidjan, 12 May 2017. Media reports state that gunfire was heard after some angry troops sealed off an area in
 Mynd: EPA
Skothríð heyrðist snemma í morgun í tveimur stærstu borgum Fílabeinsstrandarinnar, Abidjan og Bouake, þar sem einn maður lést af skotsárum í gær. Hluti hersins hefur gert uppreisn. Það eru fyrrverandi skæruliðar sem aðstoðuðu við að koma Alassane Outtara forseta til valda. Að sögn fréttamanns AFP fréttastofunnar heyrðist hleypt af byssum í tveimur herstöðvum í austurhluta Abidjan. Sömu menn stóðu fyrir uppreisnartilraun í landinu í janúar síðastliðnum.
Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV