Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon, fyrrverandi blaðamenn DV, hlutu í dag blaðamennskuverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir umfjöllun sína um lekamálið í fyrra. Fyrir ári síðan hlutu þeir rannsóknarblaðamennskuverðlaun fyrir umfjöllun um málefni útlendinga og upphaf lekamálsins.
Blaðamannaverðlaunin og verðlaun blaðaljósmyndara voru veitt í Gerðubergi í dag um leið og opnuð var ljósmyndasýning blaðaljósmyndara með úrvali mynda frá því í fyrra.
Verðlaun Blaðamannafélags Íslands
Blaðamannaverðlaun ársins
Jóhann Páll Jóhannsson og Jón Bjarki Magnússon DV fyrir lekamálið.
Rannsóknarblaðamennska ársins
Helgi Seljan, Kastljósi, fyrir umfjöllun um MS og uppruna vöru.
Viðtal ársins
Ólöf Skaftadóttir, Fréttablaðinu, fyrir viðtal við tvíburabræðurna Kára og Halldór Auðar- og Svanssyni.
Umfjöllun ársins
Ritstjórn mbl.is fyrir umfjöllun um stórbrunann í Skeifunni í Reykjavík.
Myndskeið ársins
Guðmundur Bergkvist, RÚV, fyrir Rannsóknarstofan Surtsey.
Verðlaun Blaðaljósmyndarafélags Íslands
Fréttamynd og mynd ársins 2014: Sigtryggur Ari Jóhannsson
Ghasem Mohamadi var fluttur á sjúkrahús, örmagna eftir níu daga mótmælasvelti, og gefin næring í æð. Hann mótmælti seinagangi Útlendingastofnunar í afgreiðslu á ósk sinni um pólitíkst hæli á Íslandi. Hann fékk að lokum stöðu flóttamanns.
Umhverfismynd ársins: Ómar Óskarsson
Sópað frá Héraðsdómi Reykjavíkur
Íþróttamynd ársins: Vilhelm Gunnarsson
Valur fagnar
Portrait mynd ársins 2014: Rut Sigurðardóttir
Jörmundur Ingi Hansen, alsherjargoði
Tímaritamynd ársins 2014: Gígja D. Einarsdóttir
Gæðingurinn og heiðursverðlaunahesturinn Markús frá Langholtsparti
Umhverfismynd ársins 2014: Heiða Helgadóttir
Hellisheiði
Myndröð ársins 2014: Heiða Helgadóttir
Bakvið tjöldin á Reykjavík fashion festival 2014 sem fram fór í Hörpunni.