Hvernig gengur keppnisdagur hjá dansíþróttafólki fyrir sig? Við fengum á dögunum að fylgja dansparinu Kristni Þór Sigurðssyni og Lilju Rún Gísladóttur úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar í gegnum keppnisdag. Innslagið var svo sýnt í þættinum Íþróttafólkið okkar sem var á dagskrá RÚV í gær. Það má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Í innslaginu er farið í gegnum keppnisdaginn allt frá því snemma um morguninn þegar undirbúningur fyrir keppnina hefst, upphitun og svo í gegnum keppnina sjálfa auk þess sem fylgst er með samskiptum þeirra Kristins Þórs og Lilju Rúnar við hvort annað og við þjálfara sinn, Adam Reeve.