Umfangsmikil leit að ungum manni

10.08.2017 - 01:05
Mynd með færslu
 Mynd: nn  -  Lögreglan á höfuðborgarsvæ?
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hafliða Arnari Bjarnasyni, 23 ára. Síðast er vitað um ferðir hans síðdegis í dag. Hafliði Arnar er grannvaxinn, um 180 sm á hæð, með dökkt skollitað hár. Hann er með húðflúr á vinstra brjósti, aftan á hálsi og á milli fingra á annarri hendi. Önnur framtönn Hafliða Arnars er brotin.

Óttast er um velferð Hafliða og hefur umfangsmikil leit að honum staðið yfir á og við Kársnes í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir Landsbjargar hafa tekið þátt í henni, ásamt lögreglu. Þeir sem hafa séð til ferða Hafliða Arnars, eða vita hvar hann er að finna, eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV