Mikið er um að vera á Safnanótt í kvöld þar sem söfn og fleiri staðir eru opin með fjölbreyttri dagskrá. Einn þeirra viðburða sem hafa eflaust verið hvað mest ræddir í aðdraganda Safnanætur á sér stað í Seðlabankanum. Þar eru til sýnis málverk úr safni bankans. Þar á meðal eru tvö umdeild málverk sem voru tekin niður af skrifstofum vegna nektar á þeim.
Auk málverkanna er til sýnis gullstöng. Hennar er vel gætt, af verði sem stendur við hlið sýningarkassans og járngrindar til að halda henni inni. Það er þó hægara sagt en gert að lyfta henni, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.