Tugir létust í járnbrautarslysi í Egyptalandi

11.08.2017 - 16:01
epa00798847  Rescue workers searches for survivors after a train crash, Monday 21 August 2006 in Qalyub, Egypt. Up to 70 people were killed when two trains crashed into each other in  Qalyub, about 20 kilometres north of Cairo. At least 100 more were
 Mynd: EPA
Þrjátíu og sex eru látnir eftir að tvær járnbrautarlestir rákust á í dag í útjaðri Alexandríu í Egyptalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneyti landsins sendi frá sér síðdegis. 123 slösuðust í árekstrinum.

Að sögn egypskra fjölmiðla er enn ekki vitað með vissu hvað olli árekstrinum. Einna helst er talið að önnur lestin hafi bilað og því stöðvast.  

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV