Tugir grófust í aurskriðu í Kína

08.08.2017 - 13:43
Erlent · Asía · Kína · Veður
epa06131545 Rescuer workers carry a man injured during a landslide in Gengdi village, Puge county, Sichuan Province, China, 08 August 2017. The landslide resulted in the deaths of at least 23 people and destroyed over seventy homes.  EPA/SU MINGSHI CHINA
 Mynd: EPA  -  FeatureChina
Að minnsta kosti 24 létu lífið þegar þeir urðu undir skriðu sem féll á þorp í héraðinu Sichuan í suðvestanverðu Kína í dag. Mikið hefur rignt á þessum slóðum að undanförnu og margar grjót- og aurskriður fallið af völdum vatnsveðursins. Yfirvöld telja að 71 hús hafi grafist í skriðuna og vegur hafi eyðilagst á fimm kílómetra kafla.

Fjöldi fólks hefur forðað sér að heiman að undanförnu á þessum slóðum vegna hættunnar á að skriður féllu á heimili þess. Tíu dóu í Sichuan í júní síðastliðnum þegar tugir húsa grófust í aur í öðru þorpi. Þá létust 63 í Hunan í síðasta mánuði í skriðuföllum og flóðum.

 

Mynd með færslu
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV