Trump kominn til Frakklands

13.07.2017 - 08:24
U.S President Donald Trump and First Lady Melania arrive at Orly airport, south of Paris, Thursday July 13, 2017. Trump and his French counterpart, Emmanuel Macron, are looking to set aside differences on trade and climate change and find common ground as
Trump Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Melania stíga út úr vél sinni á Orly-flugvelli í morgun.  Mynd: ASSOCIATED PRESS  -  AP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er kominn til Parísar og verður heiðursgestur við hátíðahöld á Bastilludeginum á morgun.

Flugvél Bandaríkjaforseta lenti á Orly-flugvelli í morgun, en þaðan ætlaði hann á fund sendiherra Bandaríkjanna í Frakklandi og síðan að hitta Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Leiðtogarnir og eiginkonur þeirra snæða svo kvöldverð í Eiffelturninum.   

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV