Formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna segir að framundan séu verulegar breytingar í útgerðinni vegna þess að veiðigjöldin leggist þungt á einstaklingsútgerðir. Vinnsla úti á sjó dregst saman og áætlað er að störfum í fiskvinnslu fjölgi um tvö til þrjúhundruð á þessu ári.
Útgerðin greiddi tæpa 10 milljarða króna á síðasta ári samanlag í veiðgjald og sérstakt veiðigjald. Adólf Guðmundsson formaður LÍU segir að í haust hafi verið gerðar breytingar á gjaldinu sem botfisksútgerðin greiðir en gjaldið hækkað talsvert á uppsjávarveiðarnar. Það hafi lagað stöðuna í botsfiskveiðunum örlítið. Hann segir að veiðigjaldið leggist þungt á einstaklingsútgerðir og þær séu nú þessa daga að skoða stöðu sína. Hann bendir á að veiðigjaldið sé metið út frá framlegð útgerðar og fiskvinnslu. Það þýði í raun að útgerðin, einstaklingsútgerðin, sé að borga fyrir tekjur sem hún hafi ekki.
Afleiðinganar af því að frystitogararnir sigli í land verða meðal annars þær að umsvif fiskvinnslunar í landi munu aukast. Arnar Sigurmundsson formaður Samband fiskvinnslustöðva áætlar að á þessu ári muni starsfólki í fiskvinnslu fjölga um 2 til 3 hundruðu.