Tíu marka sigur Gróttu á Haukum

11.03.2017 - 17:10
Mynd með færslu
 Mynd: Tomasz Kolodziejski
Grótta vann frábæran sigur á Haukum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, 18-28, á Ásvöllum í Hafnarfirði. Sigurinn er afar mikilvægur hjá Íslandsmeistaraliði Gróttu sem fara fyrir vikið upp í 5. sæti deildarinnar og eiga möguleika á að komast í úrslitakeppnina í lok leiktíðar eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Sunna María Einarsdóttir skoraði 7 mörk fyrir Gróttu. Laufey Anna Guðmundsdóttir og Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoruðu báðar 5 mörk. Hjá Haukum var Ramune Pekarskyte í sérflokki og skoraði 8 mörk.

Haukar eru þrátt fyrir tapið enn í þriðja sæti deildarinar en mikil barátta verður um 3.-4. sæti deildarinnar og sæti í úrslitakeppninni.

Staðan í Olís-deild kvenna

Mynd með færslu
Jón Júlíus Karlsson
íþróttafréttamaður