Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði kom ferðamönnum til bjargar á Fjarðarheiði nú síðdegis. Björgunarsveitarmenn áttu erindi til Egilsstaða og komu að tveimur bílum sem voru í vanda í nær engu skyggni Egilsstaðamegin í heiðinni. Fimm erlendir ferðamenn voru í hvorum bíl. „Það er glórulaust veður og ekkert skyggni og væntanlega búið að loka heiðinni,“ segir Guðni Sigmundsson, meðlimur í björgunarsveitinni Ísólfi.

Vegagerðin er hætt mokstri á Fjarðarheiði segir veginn ófæran. Þá er einnig ófært á Öxi og á þjóðvegi 1 um Breiðdalsheiði en Fjarðaleið er fær. Þjóðvegi 1 frá Kirkjubæjarklaustri og austur undir Vatnajökul hefur verið lokað en þar eru  25 metrar á sekúndu og yfir 35 metrar á sekúndu í hviðum. 

Hér að ofan má sjá myndir af hríðinni á Fjarðarheiði og á Egilsstöðum dag.