Í ár eru fimmtíu ár síðan Steinunn Sigurðardóttir sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók, Sífellur. Í þessari bók var meðal annars að finna ljóðið „Í kirkjugarði“, sem Steinunn las upp í litlum ljóðaþætti í útvarpinu árið 1971. Rúmum fjórum áratugum síðar las Steinunn þetta sama ljóð upp í þættinum Orð um bækur í tengslum við umræðu um flutning ljóða.Því hefur verið haldið fram að í sérhverjum flutningi verði til sérstök og einstök gerð viðkomandi ljóðs sem opinberi jafnvel nýja merkingu ljóðsins

 

Í þættinum Orð um bækur í dag, laugardaginn 13. apríl eigum við stefnumóti við Steinunni Sigurðardóttur sem lítur yfir feril sinn og ræðir aðferðir sínar í  skáldskap, mikilvægi ímyndunaraflsins og úthaldsins en það síðastnefnda, segir hún, er eitt af því fáa sem við ráðum yfir.