Lagaprófessor segir að vantrausttillagan sem Þór Saari lagði fram hafi verið vel þingtæk og í samræmi við aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram.
Aðeins hafa verið samþykktar þrjár vantrausttillögur frá því að þingræði var tekið upp hér fyrir röskum 100 árum. Vantraust var samþykkt á Hannes hafstein ráðherra 1909, á Björn Jónsson 1911 og á minnihlutastjórn Ólafs Thors 1950.
Talsverðar umræður hafa spunnist vegna tillögunnar sem Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar lagði fram og dró svo til baka en útilokar ekki að hann leggi hana aftur fram. En hvaða reglur gilda um vantrausttillögur. Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að Ísland sé þingræðisríki. Það byggist bæði á venju og fyrstu greinar stjórnarskrárinnar um að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn. Í þingræðinu felist að Alþingi ráði því hverjir sitji í ríkisstjórn.
Staðreyndi er sú að ekki er fjallað mikið um vantrausttillögur í lögum og reglum. Í þingsköpum kemur fram að þær lúti sömu reglum að þingsályktunartillögur en um þær fari þó einungis ein umræða. 2011 var komið inn klausu um vandtraust í lögum um stjórnarráðið sem hljóðar svo:
"Ráðherrar starfa í umboði Alþingis. Forsætisráðherra er skylt að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef tillaga um vantraust á ríkisstjórn er samþykkt á Alþingi. Samþykki Alþingi tillögu um vantraust á einstakan ráðherra í ríkisstjórn er forsætisráðherra skylt að gera tillögu til forseta um að viðkomandi ráðherra verði leystur frá embætti."
Ýmsir hafa ggnrýnt vantrausttillöguna sem Þór Sarri lagði fram og fullyrt að hún sé ekki þingtæk. Bent á að það sé út í bláinn að leggja til vandtraust jafnframt því að leggja til að þing verðir rofið á tilteknum degi, að kosið verði á tilteknum degi og fram að því verði mynduð starfsstjórn. Raghildur Helgadóttir er ekki sammála þessu.