Þúsundir mótmæla í Varsjá

16.07.2017 - 21:01
Erlent · Evrópa · mótmæli · Pólland
epa06091894 People participate in a protest in front of the District Court building in Lodz, Poland, 16 July 2017. Members and supporters opposition parties protested against changes in the judicial law and the Supreme Court.  EPA/Grzegorz Michalowski
 Mynd: EPA  -  PAP
Þúsundir Pólverja komu saman í Varsjá í dag og mótmæltu áformum stjórnvalda um að breyta dómskerfi landsins. Pólska þingið samþykkti í gær lög sem gefa þingmönnum og dómsmálaráðherra landsins völd til að skipa dómara, án aðkomu lögfræðinga og dómara. Gagnrýnendur segja að með þessu séu stjórnvöld að grafa undan sjálfstæði dómstóla; leiðtogar stjórnarflokksins svara því til að dómskerfið sé spillt og þjóni hagsmunum ráðandi stétta í landinu.

Andrzej Duda, forseti Póllands, þarf að skrifa undir frumvarp um lögin til þess að þau öðlist gildi. Hann hefur ekki gert sig líklegan til að beita neitunarvaldi, samkvæmt því er fram kemur á vef BBC.

Samkvæmt talningu lögreglu voru um 4.500 manns við mótmælin í Varsjá en önnur talning sagði fjöldann vera nær 10.000. „Skömm, skömm, skömm!“ og „við munum vernda lýðræðið!“ er meðal þess sem hrópar var á götum úti.

Matthías Tryggvi Haraldsson
Fréttastofa RÚV