Þessum viðburði er lokið og því hefur streymið verið fjarlægt.

Innan skamms hefst fjölmiðlafundur íslenska kvennalandsliðsins á æfingasvæði liðsins í Harderwijk. Leikmenn liðsins fá frí frá fjölmiðlum í dag og mæta því ekki á fundinn. Þess í stað mæta Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari og markmannsþjálfarinn Ólafur Pétursson.

Nú eru tveir dagar í viðureign Íslands og Austurríkis í Rotterdam á miðvikudag. Ísland er þegar fallið úr keppni fyrir lokaumferð C-riðils. 

Horfðu á fjölmiðlafundinn í beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan.