Þingfundi slitið  • Prenta
  • Senda frétt

Fundi hefur verið slitið á Alþingi og hlé því gert á umræðum um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að aðildarumsóknin að Evrópusambandinu verð dregin til baka.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, sem sá um fundarstjórn, sleit fundinum stundvíslega klukkan átta. Næsti fundur verður á morgun klukkan hálftvö.

Þegar fundinum var slitið stóðu yfir umræður um fundarstjórn forseta og höfðu þingmenn stjórnarandstöðunnar sig helst í frammi.

Fyrr í dag deildu þingmenn stjórnarandstöðunna hart á stjórnarflokkana fyrir að ætla að hefja umræðu um tillögu utanríkisráðherra um að draga aðildarumsókn að ESB til baka áður en formenn flokkanna hittust til að ræða framhald þingstarfa.

Fundi var þá frestað rétt rúmlega fimm, án þess að umræða hæfist um tillögu utanríkisráðherra. Formannafundurinn sem þá tók við stóð í rúma klukkustund og lauk honum um hálfsjöleytið. Engin formleg niðurstaða var af honum.

Ertu með athugasemd vegna fréttarinnar? Sendu á frettir@ruv.is

Tilkynna um bilaða upptöku