„Þetta eru skrýtnir tímar, en verið óhrædd. Það er margt sem þið getið gert, m.a. getið þið kosið,” sagði Paul Simon í Madison Square Garden í New York um síðastliðnu helgi. Þetta er lokahnykkurinn á langri tónleikaferð hans um heiminn, kveðjuferð, Paul Simon er sestur í helgan stein. Freyr Eyjólfsson sagði frá tónleikunum á Morgunvaktinni á Rás 1, en líka af síðustu verkum annars sonar borgarinnar, Donalds Trump, sem upphefur Bandaríkin og er kominn í hart viðskiptastríð við Kínverja.