Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, vill opna umræðu um það hvernig hryðjuverkaógn er skilgreind og hvaða viðbúnaðar almenningur á Íslandi má vænta af hálfu lögreglu. Ég held að það sé nokkuð sem við getum lært af öðrum þjóðum. Ég held að meiri upplýsingar séu mun betri en minni upplýsingar fyrir almenning í landinu.“
Katrín segir að umræður ráðsins séu trúnaðarmál en hennar skoðun sé að mikilvægt sé að Alþingi komi að þessari umræðu. „Okkar fulltrúi hefur óskað eftir umræðu á vettvangi Allsherjar-og menntamálanefndar um löggæslumál og það hvernig löggæslan muni skipuleggja viðbúnað við hryðjuverkaógn. Ég held að þessi umræða fari fram þar þannig að hún geti verið sem opnust og gagnsæjust.“
Katrín segist ekki gera lítið úr því að gæta þurfi öryggis borgaranna. „Og ég legg áherslu á það að löggæslan sé í stakk búin til þess eins og hver annar. Hinsvegar held ég að það sé mjög mikilvægt að ákvarðanir um slíkt séu teknar með gagnsæjum hætti. Við sjáum það í löndunum í kringum okkur að þar eru iðulega upplýsingar um viðbúnaðarstig og aðgerðir lögreglu, vegna þess að þær eru uppi á borðum.“