Formaður félags atvinnurekenda segir nánast súrrealískt að meirihluti atvinnuveganefndar hyggist leggja það til við landbúnaðarráðherra að hann vindi ofan af þeim ávinningi sem nýr tollasamningur, sem hann sjálfur gerði, færir neytendum. Formaður atvinnuveganefndar vísar þessu á bug og segir að þvert á móti sé verið að leggja til að ráðherra hraði innleiðingu þeirra reglna sem eru í gildi í ESB. Verið sé að stíga eðlileg skref í þágu neytenda.