Vilhjálmur Einarsson er merkasti íþróttamaður Íslands. Vilhjálmur var fyrstur Íslendinga til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum, þegar hann vann til silfurverðlauna í þrístökki í Melbourne árið 1956. Vilhjálmur jafnaði gildandi heimsmet árið 1960 og á enn Íslandsmetið í þrístökki.

Þá hefur enginn íþróttamaður oftar verið kjörinn Íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttamanna, en Vilhjálmur hlatu heiðurinn fimm sinnum.

360 gráður hittu Vilhjálm fyrir, þar sem hann er búsettur á Egilsstöðum og fór yfir íþróttaferilinn með honum. Sjá má innslagið hér að ofan.

Íþrótta- og mannlífsþátturinn 360 gráður er á dagskrá RÚV á þriðjudagskvöldum klukkan 20.00.